Annan daginn í röð er veðrið eins og á góðum júlídegi. Á Bakkafirði var 18 stiga hiti um hádegi og sléttur sjór. Í flæðarmálinu lá selur og sleikti sólina en í grunnskólanum voru krakkarnir í árshátíðarundirbúningi. Þar á að setja upp verkið Hans Klaufa 17. maí og öllu til tjaldað. Það er erfitt á svona dögum að vera inni en þau notuðu hádegishléið í fótbolta áður en skóladeginum var haldið áfram. Sýningin verður auglýst þegar nær dregur.
Það er alltaf gaman að sjá framkvæmdir hjá íbúum og á vorin byrja hamarshöggin að dynja. Núna er verið að reisa tvo bílskúra. Annar er við Fjarðarveg 43 en það er Vikar Már sem er búinn að slá upp fyrir grunninum, og stefnir á að steypa um helgina enda spáir bongóblíðu. Hinn bílskúrinn er við Bakkaveg en þar eru Friðrik og Steinunn að reisa 40 fm bílskúr. Friðrik sagðist hafa náð að smíða þetta nokkuð innanhúss í vetur og því hafi grindin risið hratt.
betur, sagði hann.
Tekjuaukning A hluta milli áranna 2015 og 2016 er um 63,8 m.kr., úr 561 m.kr. árið 2015 í um 626 m.kr. á síðasta ári eða um 25% milli ára. Aukning rekstrarkostnaður á sama tíma var hins vegar mun lægri eða um 3,4%. Gjöld hækkuð um 17 m.kr., úr 501,5 m.kr. árið 2015 í 518,7 m.kr. árið 2016.