17.10.2016
Það er óhætt að segja að félagsheimilið Þórsver hafi tekið miklum breytingum síðastliðnar vikur og hefur verðurblíðan í október gert það að verkum að málararnir gátu klárað mun meira en vonir stóðu til. Múrvinna var nokkuð mikil enda langt síðan unnið hefur verið í húsinu að einhverju ráði. Nú er að takast að klára að mála eina og tvær umferðir á allt húsið fyrir veturinn, sem heldur öllum múrviðgerðum vatnsheldum, en í vor verður farið í lokafrágang. Að sögn Guðmundar málara þá er stefnt að því að koma aftur í vor, sjá hvort allar múrviðgerðir hafi haldið sér og laga ef eitthvað er, síðan er hægt að klára endanlega að mála og að sjálfsögðu að setja stafina framaná húsið, en hann segir að bæjarbúar hafi verið duglegir að spyrja að því allt frá því að þeir byrjuðu. Litirnir tóna við grunnskólann og íþróttahúsið, með sama hvíta og gráa tón eins og er á skólanum. Virkilega ánæjulegt enda húsið mikilvægt í hugum íbúa. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá síðustu vikum, sem og gamlar myndir af þessu reisulega húsi. /GBJ