21.09.2016
Sonur flugmannsins heiðraði minningu föður síns
Hjónin Russ og JoAnne Sims voru á Langanesi á föstudaginn og má segja að þau hafi komið ansi langt í sínum leiðangri en þau búa í Los Angeles. Í farteskinu voru þau með minningarskjöld um flugslysið sem átti sér stað á Sauðanesflugvelli árið 1969 en þá mistókst flugstjóranum Russel W. Sims að lenda flugvél bandaríska hersins. Flugvélarflakið liggur nærri þeim stað þar sem vélin endaði eftir að hafa runnið út af brautinni. Í skýrslu um flugslysið sem Russ Sims hafði undir höndum má finna nákvæmar upplýsingar um tildrög slyssins og tekið saman í aðalatriðum er það svo: