Fara í efni

Yfirlit frétta

09.06.2016

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár.

Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.
08.06.2016

Fundur sveitarstjórnar

48. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn fimmtudaginn 9. júní 2016 og hefst kl 17:00
07.06.2016

Nýr sjúkrabíll til Þórshafnar

Gamli sjúkrabíllinn á Þórshöfn var leystur frá störfum eftir langa þjónustu með tilkomu nýrri og betri bifreiðar, Benz sprinter árgerð 2009 en sá eldri var árgerð 1998, Ford Econoline.
07.06.2016

Flöskur og dósir

Bebbi verður staddur á Þórshöfn í fimmtudaginn 9. júní frá 13-17.
07.06.2016

Langanesbyggð óskar eftir aðilum til þess að sjá um grenjavinnslu og vetrarveiði á varg/ref

Hægt er að sækja um annaðhvort grenjavinnslu eða vetrarveiði en einnig er í boði að sækja um hvoru tveggja. Umsækjendur skulu framvísa gildu byssuleyfi og veiðileyfi. Ákveðið hefur verið að greiða
07.06.2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 fer fram á skrifstofum embættisins sem hér segir:
03.06.2016

Dagskrá Sjómannadagsins

Á Sjómannadaginn verður glæsileg dagskrá að venju.
03.06.2016

Ferðafélagið Norðurslóð: Raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan

Í sumar bryddar Ferðafélagið Norðurslóð upp á nýju gönguverkefni á félagssvæði sínu, en það er raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan. Gengið verður í fjórum áföngum frá Landsárgili upp að Dettifossi, fyrstu tveir áfangarnir í sumar og seinni tveir sumarið 2017.
31.05.2016

Kvennahlaupið verður 4. júní 2016

Kvennahlaupið fer fram laugardaginn 4. júní. Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Langanesbyggð ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis.
26.05.2016

Laust starf í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn

Íþróttamiðstöðin á Þórshöfn leitar eftir starfsmanni í sumarafleysingar frá júníbyrjun. Vinnutími er frá 07:30 til 14:00 aðra hverja viku og hina vikuna frá 14:00 til 20:30, einnig er þriðja hver helgi unnin, frá 10:30 til 17:30