Fara í efni

Yfirlit frétta

13.09.2016

Dósir og flöskur

Bebbi verður á sínum stað á fimmtudaginn milli 13:00-16:30
12.09.2016

Íbúafundur vegna mögulegrar stórskipahafnar í Finnafirði

Þriðjudaginn 13. september klukkan 20:00 verður haldinn íbúafundur í tengslum við Finnafjarðarverkefnið, í félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn.
09.09.2016

Lokun skrifstofu

Vegna fundarhalda verður skrifstofa Langanesbyggðar lokuð í hádeginu í dag, föstudaginn 9. september. Beðist er velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda.
08.09.2016

Stálgrindarhús rís við Langaholt

Það eru víða framkvæmdir stórar sem smáar í þorpinu. Við Langholt er Aðalbjörn Arnarsson að smíða sér 200 fermetra stálgrindarhús. Hann segir að húsið sé aðallega hugsað sem vinnu- og geymsluhúsnæði undir alls kyns verkfæri og dót þar sem hann er ekki með bílskúr heimavið, en hann starfar sem sjálfstæður verktaki. Grindurnar í húsið fékk hann á Jökuldal en þar var ónotuð skemma með góðum stálgrindum. Aðalbjörn stefnir á að steypa í gólfflötinn um helgina.
06.09.2016

Leikur að læra á Barnabóli

Leikskólinn Barnaból hefur nú hafið innleiðingu á Leikur að læra en það er námsaðferð sem stuðlar að fjölbreyttari kennsluháttum á leikskólastigi. Í síðustu viku fengu foreldrar kynningu á verkefninu en mikilvægur þáttur í þessum kennsluformi er þátttaka foreldra og eru því sett sameiginleg verkefni fyrir foreldra og börn þegar komið er á leikskólann.
01.09.2016

Hollvinir taka höndum saman

Hollvinasamtök grunnskólans á Þórshöfn ætla að safna fyrir afþreyingarefni og námstengdu efni í skólann.
30.08.2016

Fundur sveitarstjórnar

51. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum á Bakkafirði, fimmtudaginn 1. september 2016 og hefst kl. 17:00
30.08.2016

Lokafrágangur í grunnskólanum

Það voru margar hendur að störfum í grunnskólanum á Þórshöfn í dag en þar hafa miklar endurbætur staðið yfir í sumar. Endurbætur á skólanum voru vissulega löngu tímabærar en þessar umfangsmiklu framkvæmdir komu til vegna viðvarandi myglusvepps sem fannst í flestum kennslurýmum skólans. Smiðir, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn hafa unnið nótt sem nýtan dag í sumar til að hægt sé að klára framkvæmdirnar. Skólasetning verður miðvikudaginn 31. ágúst kl. 16 í Þórsveri og hefst því skólastarf á fimmtudaginn í skólanum. Kennarar, skólaliðar og starfsfólk vinna nú að því að gera klárt fyrir upphaf skólaársins. Henda þurfti miklu af gögnum og þvo það sem hægt var.
30.08.2016

Dósamóttaka fimmtudaginn 1.sept.

Bebbi verður á Þórshöfn 01.09 frá kl.13-16.30
25.08.2016

Myndlistarsýning í sundlauginni

Laugardaginn 27/08 verður opnuð sýning kl.17.00