Fara í efni

Yfirlit frétta

12.05.2016

Atvinna í boði - Flokkstjóri

Auglýst er eftir flokkstjórum við vinnuskólana á Þórshöfn og Bakkafirði í sumar. Viðkomendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
10.05.2016

Grenjaleit í Langanesbyggð

Langanesbyggð óskar eftir aðilum til refaleitar og grenjavinnslu í sveitarfélaginu. Áhugasamir eru beðnir um að staðfesta áhuga sinn við sveitarstjóra Langanesbyggðar fyrir 20.05 2016.
10.05.2016

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Móttaka heyrnarfræðinga á Norðurlandi/Langanesi!
05.05.2016

Litla gula hænan og baunagrasið

Leiksýning á Bakkafirði föstudaginn 6.maí kl.18.00, boðið upp á kjötsúpu að sýningu lokinni. Árshátíð Grunnskólans á Bakkafirði þar sem nemendur munu leika og syngja af sinni einskæru snilld
04.05.2016

Dagur aldraðra í kirkjunni - uppstigningardagur

Um árabil hafa söfnuðir Langanesprestakalls og Hofsprestakalls staðið sameiginlega fyrir messu á degi aldraðra, sem haldinn er hátíðlegur á Uppstigningardegi, til skiptis í prestaköllunum og boðað til fagnaðar eftir athöfn.
03.05.2016

Markaður í Þórsveri

Sunnudaginn 8.maí kl.14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug.
01.05.2016

90 ára afmælishátíð Verkalýðsfélags Þórshafnar

Í dag var haldið uppá 90 ára afmæli Verkalýðsfélags Þórshafnar með glæsilegri dagskrá. Karlakór Akureyrar þandi raddböndin í Þórshafnarkirkju svo unun var á að hlusta. Í lokin tóku allir tónlistargestir undir og sungu Maístjörnuna. Þar á eftir voru kaffiveitingar í Þórsveri sem Kvenfélagið Hvöt töfraði fram. Heimafólk fjölmennti og naut veitinganna, og í lokin var uppistand hjá Hundi í óskilum. Flott dagskrá á þessum merku tímamótum.
29.04.2016

Fundargerð 46. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 46. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur nú verið birt á netinu. Hana má nálgast með því að smella hér.
28.04.2016

BJARGNYTJAR 2016

Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu: Úthlutað verður heimild til svartfugls- og ritu eggjatöku á eftirtöldum svæðum:
26.04.2016

46. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

46. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn fimmtudaginn 28. apríl 2016 og hefst kl 17:00