Þjóðlagadúettinn LalomA heldur tónleika í skólahúsinu á Kópaskeri þriðjudaginn, 24. maí kl. 20:30.
Miðaverð er kr. 1.500 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.
Hreinsunardagur fjölskyldunnar í okkar fögru þorpum verður að þessu sinni n.k. laugardag 21.maí. Allir sem vettlingi geta valdið og eiga heimangengt eru hvattir til að mæta stundvíslega...
Í vor hafa hreindýr gert sig heimkomin í Langanesbyggð, fjöldi dýra hafa verið fastagestir á Bakkafirði og á túnunum nærri Þórshöfn hafa nokkur dýr sést nokkrum sinnum. Þetta er ekki algeng sjón hér um slóðir og hafa heimamenn gaman af þessum fallegu dýrum. Í dag voru þessi dýr í rólegheitunum á túnunum nærri Fossá en röltu af stað þegar ljósmyndari nálgaðist.
Langanesbyggð óskar eftir aðilum til refaleitar og grenjavinnslu í sveitarfélaginu. Áhugasamir eru beðnir um að staðfesta áhuga sinn við sveitarstjóra Langanesbyggðar fyrir 20.05 2016.