Fara í efni

Yfirlit frétta

01.03.2016

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi verður á Þórshöfn nk.fimmtudag 03/03 2016
01.03.2016

Fundargerð 43. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 43. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar, dags. 29.02.2016 hefur verið birt
29.02.2016

Frábær árangur á blakmóti

Um helgina fóru Álkurnar okkar á blakmót á Siglufirði og alveg óhætt að segja að það hafi verið sigurför. Tvö Álku-lið voru að keppa og voru Álkur 1 í fyrsta sæti í sinni deild og Álkur 2 í þriðja sæti. Mótið var tveggja daga mót, spilað bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, en í heildina voru nærri 50 lið að spila. Spilað var í fjórum kvennadeildum og tveimur karladeildum. Hvort lið keppti 5 leiki. Í vetur hafa verið markvissar æfingar og hefur Árni Sigurðsson frá Öxarfirði þjálfað liðið sem hefur gefið greinilega virkað sem vítamínsprauta í blakíþróttina. Virkilega gaman að þessu og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
26.02.2016

Aukafundur í sveitarstjórn

43. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn mánudaginn 29. febrúar 2016 og hefst kl 12:00
26.02.2016

Fundargerð 42. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 42. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar, dags. 25.02.2016 hefur verið birt.
24.02.2016

Ís-Landsmót á Syðra-Lóni

Ís - Landsmótið á Lóni verður haldið að Syðra-Lóni laugardaginn 27. febrúar kl 14:00. Keppt verður í tölti, unghrossaflokki og skeiði. Skráningar hjá Ágústi Marinó í síma 891-9266 og Jóa á Gunnarsstöðum í síma 868-7832. Til sölu verður kaffi og meðlæti fyrir 500 kr á staðnum. Hestamannafélagið Snæfaxi
24.02.2016

Fundur í sveitarstjórn

42. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn fimmtudaginn 25. febrúar 2016 og hefst kl 17:00
22.02.2016

Fundarboð

Næstkomandi þriðjudagskvöld verður haldin fundur á Svalbarði um verkefni sem hefur verið í gangi í Suður-Þingeyjarsýslu og heitir Heimaslóð. Fundurinn hefst kl. 20.00
17.02.2016

Grunnskólinn á Bakkafirði í skemmtilegri Hollandsferð

Í janúar fóru nemendur og kennarar í grunnskólanum á Bakkafirði í afar skemmtilega og lærdómsríka ferð til Hollands. Á heimasíðu skólans er að finna þessa skemmtilegu lesningu um ferðina: Þá erum við Hollandsfarar komnir heim. Við komum heim aðfararnótt laugardagsins. Þessi ferð var frábær og höfðum við gagn og gaman af þessari ferð. Við fengum að skoða hús Evrópusambandsins þar sem við fræddumst um reglur og tilgang sambandsins. Við skoðuðum Friðarhöllina í Haag þar sem Alþjóðadómstóllinn er til húsa og sáum einnig safnið sem er í því húsi. Hollendingar hafa verið að breyta öllu í sambandi við ráðuneytin hjá sér og hafa sameinað mörg þeirra. Þess vegna voru byggð hús sem hýsa ráðuneytin og eru það nokkurs konar skýjakljúfar Við skoðuðum hús félagsmála- og heilbrigðisráðuneytissins og fengum fyrirlestur um reglur Hollendinga um innflytendur. Einnig fengum við að heimsækja Alþingi þeirra Hollendinga og það er frekar erfitt að komast þangað inn. Þar mættu okkur verðir með byssur. Við fórum til Amsterdam einn dag og skoðuðum borgina, reyndar í smá rigningu. Hluti af hópnum skoðaði Dýflissuna (svona hryllingssafn) en aðrir fóru bara í búðir. Við fórum á safn sem er kallað safn menntunnar og er nokkurs konar náttúru- og sögusafn. Það var virkilega flott safn þar sem mikið var um uppstoppuð dýr og eins voru herbergi sem hvert og eitt hafði sitt þema. Þar var herbergi um Inúíta, herbergi um vatn, herbergi tileinkað Neanderdalsmanninum, herbergi um stjörnufræði og svo bara næstum endalaus herbergi. Það er greinilegt að mál innflytjenda liggja þungt á þeim, því það var rætt um þá næstum hvar sem við fórum. Við héldum Íslendingakvöld á mánudeginum þar sem við buðum upp á kjötsúpu, harðfisk og skyr. Það er gaman að segja frá því að fólkið í Hollandi var steinhissa á því að borðuðum svona mikið lambakjöt. Krakkarnir frá Rúmeníu voru í næsta húsið við okkur og náðum við að kynnast þeim vel. Þetta voru hressir og kátir krakkar.
17.02.2016

Æðruleysismessa

Næstkomandi sunnudag 21. febrúar kl. 13:00 verður haldin æðruleysismessa í Þórshafnarkirkju