Fara í efni

Yfirlit frétta

01.02.2016

Fjörugt þorrablót í Þórsveri

Dansinn dunaði sem aldrei fyrr í félagsheimilinu Þórsveri á laugardagskvöldið en þar var haldið árlegt Þorrablót. Í ár komu gestir sjálfir með veisluföng og heyrðist þar af ýmsum nýjungum í þorrabökkunum, súrar kindalappir, kótelettur í raspi, síldarréttir ofl. en flestir voru með hefðbundinn þorramat. Nefndin sá um að skemmta gestum með því að leika menn og málefni, síðan tók hljómsveitin SOS og Svava við fjörinu og héldu uppi stuðinu fram á nótt.
30.01.2016

Loðna

Um 75 til 80 tonn af loðnu kom í land í morgun með norsku skipi. Er þetta fyrsta loðnan sem kemur til Þórshafnar á nýju ári. Loðnan er stór og falleg, svipar víst til vélstjóranna í frystihúsinu og er nýtingin góð.
29.01.2016

Ný fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Ný fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar frá 28.01.2016 hefur verið birt á vefnum. Fundargerðina má nálgast
28.01.2016

Skráningu á þorrablót lýkur í dag

Skráningu fyrir þorrablót lýkur í dag en skráningarblöðin liggja frammi í Samkaup Strax og Grillskálanum til kl. 18 í dag ásamt samkeppni um besta visubotninn. Á laugardaginn opnar húsið kl. 19.30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20.00, munið eftir hnífapörunum... já og matnum :) Nefndin
26.01.2016

Sundlaugartaflsett vígt í dag í tilefni Skákdags Íslands

Verið býður fólki upp á að tefla í heita pottinum en þar var sundlaugartaflsett tekið í notkun í dag.
26.01.2016

Fundur í sveitarstjórn

40. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum á Bakkafirði fimmtudaginn 28. janúar 2016 og hefst kl. 17:00
25.01.2016

Starf - umsjónaraðili félagsstafs aldraðra í Langanesbyggð

Starfsmaður óskast í hlutastarf til að sjá um félagsstarf aldraðra í Langanesbyggð.
22.01.2016

Umsóknir um sumarstörf Háskólanema við rannsóknir.

Þekkinganet Þingeyinga hefur opnað fyrir umsóknir háskólanema til sumarstarfa við rannsóknir.
22.01.2016

Lifandi tónlist

Laugardaginn 23. janúar verða Double d's á Bárunni frá 24:00.
22.01.2016

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar

Tryggingastofnun auglýsir til umsóknar barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjáfunar