Fara í efni

Yfirlit frétta

20.04.2016

Glæsileg árshátíð hjá grunnskólabörnum á Þórshöfn

Þau voru heldur flott krakkarnir í grunnskólanum á Þórshöfn á árshátíðinni nú síðdegis. Það voru frumsamdir leikþættir en einnig var sett upp leikverkið skilaboðaskjóðan. Frambærileg ung kynslóð og greinilegt að mikið var lagt í bæði búninga, texta og alla umgjörð.
20.04.2016

Sport-Ver

Öðruvísi opnun sumardaginn fyrsta!! (21.4.2016) Frá 11:00-14:00 Allir sem hafa hlaupið UMFL hlaupið fá frítt í sund! Sjáumst í Sport Veri
20.04.2016

Vatnslaust

Vegna bilunnar verður vatnslaust að hluta á Þórshöfn frá og með eitt í dag og eitthvað frameftir. Viðgerð stendur yfir
19.04.2016

Fundargerð 45. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 45. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur nú verið birt á vefnum.
19.04.2016

V.Þ. veisla 1.maí!

Dagskrá Verkalýðsfélags Þórshafnar 1.maí 2016
15.04.2016

Heimilisleg stemning í Mónakó

Verslunin Mónakó á Bakkafirði virkar oft sem eins konar félagsmiðstöð þar sem þorpsbúar hafa tækifæri til að setjast niður yfir kaffibolla og spjalla um málefni líðandi stundar. Þessar skemmtilegu myndir segja sína sögu en það var Hilma Steinarsdóttir sem tók þær í búðinni.
15.04.2016

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir einstakling í sumarafleysingar sumarið 2016.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir einstakling í 70-100% starf í sumarafleysingu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. maí eða samkvæmt nánara samkomulagi.
14.04.2016

Ferðafélagið Norðurslóð auglýsir

Gönguskíðaferð á Hólaheiði Ferðafélagið Norðurslóð efnir til gönguskíðaferðar á Hólaheiði laugardaginn 16. apríl. Lagt verður af stað kl. 13:00 frá afleggjaranum að gangnamannaskála Núpsveitunga (Kötluvíðra-hótelinu) um 4 km vestan við gatnamótin til Raufarhafnar. Gengið að Ytri-Kerlingu og til bakam um 5 km hvora leið. Ferðafélagið vonast eftir góðri þátttöku og góðum útivistardegi.
12.04.2016

Fundur sveitarstjórnar

45. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum Bakkafirði fimmtudaginn 14. apríl 2016 og hefst kl 17:00
12.04.2016

Fyrirmyndar eldri borgarar

Það var skemmtilegt innslag í Landanum á dögunum þar sem rætt var við eldri borgara á Þórshöfn sem "Ganga í skjóli". Þau hittast í Veri, ganga, gera æfingar og spjalla. Gaman að þessu og um að gera að nýta húsið yfir vetrartímann fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga í hálkunni. Innslagið má sjá hér.