Vegna veðurs og færðar varð að fresta fundinum sem fyrirhugaður var í síðustu viku. Nú skal gera aðra tilraun.
Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu heldur upplýsinga- og fræðslufund í Grunnskólanum á Þórshöfn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 19:30.
Laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00 opnar Birna Sigurðardóttir sýninguna LÍFIÐ í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin verður opin þá helgi kl. 14.00-17.00 og síðan á opnunartíma safnsins til 8. des.
Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu heldur upplýsinga- og fræðslufund í Grunnskólanum á Þórshöfn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 19:30. Fundurinn er um neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu og þá sérstaklega á Þórshöfn en grunnskólinn þar er skilgreindur sem fjöldahjálparstöð þegar á þarf að halda.
Á mánudaginn, þann 16. nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Grunnskólanum á Þórshöfn. Dagskráin fer fram í Þórsveri frá 17:00 til 18:30
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir samgönguþingi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13:30. Þar verður fjallað um samgöngur á landi og í lofti frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar.
Þau stóðu sig heldur vel liðið okkar í Útsvarinu síðastliðna helgi þegar þau kepptu við lið Kópavogs. Lokastaðan var reyndar ekki okkur í hag en það gengur bara betur næst. Keppendur frá okkur voru Heiðrún Óladóttir, Steinunn Óttarsdóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson. Salurinn var þéttsetinn af okkar fólki þannig að við unnum allavega á því sviðinu.