Fara í efni

Yfirlit frétta

09.02.2016

Flutningsjöfnunarstyrkur Byggðarstofnunar

Opnað verður fyrir umsóknir vegna flutningsjöfnunarstyrkja þann 1. mars nk. Um svæðisbundna flutningsjöfnun gilda lög nr. 160/2011 og reglugerð nr. 67/2012.
09.02.2016

112 dagurinn

fimmtudaginn11. febrúar 2016 Í tilefni dagsins verður opið hús í Íþróttahúsinu Veri á Þórshöfn milli klukkan 16 og 18 Viðbragðsaðilar á staðnum kynna sína starfsemi
08.02.2016

Stutt könnun um þorrablót

Þorrablótsnefnd þakkar samkomugestum fyrir jákvæð viðbrögð og hvetjandi orð í garð nefndarmanna, nefndin sendir hér frá sér stutta könnun um breytingu á matarvenjum á blótinu og hvetur íbúa til að svara. Aðeins er hægt að svara einu sinni úr hverri tölvu/tæki. Slóðina á könnunina má finna hér.
05.02.2016

Uppbyggingarsjóður auglýsir viðveru starfsmanns Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga vegna úthlutunar styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Mánudaginn 22. febrúar, milli kl. 10:30 og 12:00 verður verkefnastjóri frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands til ráðgjafar og viðræðna á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3.
05.02.2016

Barnaból opnar á hádegi

Leikskólinn Barnaból opnar kl.12:00 í dag. Vegna veðurs er hádegismatur ekki í boði í dag. Opna deginum sem áformaður var milli 14:00-16:00 hefur verið frestað að svo stöddu.
05.02.2016

Skólum aflýst

Vegna veðurs er skólum í Langanesbyggð aflýst í dag.
05.02.2016

Leikskólinn lokaður!!

Vegna veðurs verður leikskólinn Barnaból lokaður a.m.k. fram að hádegi
01.02.2016

Fjörugt þorrablót í Þórsveri

Dansinn dunaði sem aldrei fyrr í félagsheimilinu Þórsveri á laugardagskvöldið en þar var haldið árlegt Þorrablót. Í ár komu gestir sjálfir með veisluföng og heyrðist þar af ýmsum nýjungum í þorrabökkunum, súrar kindalappir, kótelettur í raspi, síldarréttir ofl. en flestir voru með hefðbundinn þorramat. Nefndin sá um að skemmta gestum með því að leika menn og málefni, síðan tók hljómsveitin SOS og Svava við fjörinu og héldu uppi stuðinu fram á nótt.
30.01.2016

Loðna

Um 75 til 80 tonn af loðnu kom í land í morgun með norsku skipi. Er þetta fyrsta loðnan sem kemur til Þórshafnar á nýju ári. Loðnan er stór og falleg, svipar víst til vélstjóranna í frystihúsinu og er nýtingin góð.
29.01.2016

Ný fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Ný fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar frá 28.01.2016 hefur verið birt á vefnum. Fundargerðina má nálgast