Fara í efni

Yfirlit frétta

05.11.2015

Æðruleysismessa

"12 sporin - reynslusögur og lofgjörð" verður haldin í Þórshafnarkirkju sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 17:00
26.10.2015

Ómissandi Útsvar á RÚV föstudaginn 30. október

Heimsyfirráð eða ....
26.10.2015

Opinn fundur um forvarnarmál

Miðvikudaginn 28. október verður efnt til íbúafundar um forvarnarmál í Langanesbyggð í félagsheimilinu kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn en þess vænst að hann sæki allir þeir sem láta sig forvarnarmál og velferð barna og unglinga varða.
26.10.2015

Ný dagsetning á Smalabitanum

Smalabitinn verður laugardaginn 14. nóvember og má sjá auglýsinguna hér.
23.10.2015

Gangbraut á Þórshöfn

Eins og glöggir bæjarbúar á Þórshöfn hafa vafalaust tekið eftir þá er komin gangbraut í Miðholtinu sem tengir saman göngu- og hjólastíg sem liggur frá Hálsvegi yfir Miðholt og Austurveg, að skólanum, en þar eru oft skólabörn á ferð. Á dögunum var hreyfivika í grunnskólanum og við það tilefni var þessi flotta mynd tekin af börnum og kennurum við gangbrautina. Mikilvægt öryggisatriði og við biðjum vegfarendur að taka tillit til gangangdi og hjólandi vegfarenda.
23.10.2015

Ein er upp til fjalla...

Gleðidagur fyrir marga heimamenn en í dag er fyrsti í rjúpu og eflaust margir sem halda til fjalla. Eftirfarandi tilkynningar bárust: VEIÐIMENN ATHUGIÐ! Öll rjúpnaveiði bönnuð á jörðinni Heiði á Langanesi. Landeigendur Rjúpnaveiði bönnuð: Öll rjúpnaveiði er bönnuð í landi Eldjárnstaða sem er : Úr Bælishólum beint til fjalls í Merkitind og þaðan í Hnjúksvörðu, þaðan í Vörðutyppi á Öldudagsvarpi, þaðan í Þverárhyrnu og þaðan í Sandhaug, skilur þaðan Lónsá á milli Eldjárnstaða og Grundar allt að Brúarlækjarósi. Einungis þeir sem eru með leyfi landeiganda fá að veiða í landi Eldjárnsstaða. Upplýsingar um veiðileyfi gefur Gunnólfur í síms 821-1646
21.10.2015

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur

Hinn árlegi Smalabiti verður haldinn laugardaginn 7. nóvember. Nánar auglýst þegar nær dregur. Kveðjur frá smalabitanefnd.
20.10.2015

Til rafmagnsnotenda Þórshöfn og nágrenni

Rafmagnstruflanir verða í Þórshöfn, Þistilfirði, Langanesi og Bakkafirði aðfararnótt fimmtudagsins 22. október vegna prófana á nýrri varavél. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt í síma 528 9690 RARIK Norðurlandi
15.10.2015

Vinnustofa með Markaðsstofu Norðurlands

Miðvikudagurinn 21. október kemur Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands á vinnustofu með hagsmuna- og ferðaþjónustaðilum. Vinnustofan er haldin á vegum Langanesbyggðar og verður í Menntasetrinu á Þórshöfn frá kl: 16:30 – 19:00. Þar viljum við koma af stað hugmyndavinnu og ákvarðanatöku er varðar sameiginlega markaðssetningu á svæðinu fyrir næsta sumar, íhuga leiðir til samstarfs við Vopnfirðinga og önnur svæði. Þeir sem hafa áhuga á að koma staðfestið mætingu fyrir mánudag – við viljum fá sem flesta að borðinu til að ná samhentu átaki í markaðssetningu.
14.10.2015

Kynningar á vinnustofum ì dag

Ì Grunnskòlanum á Bakkafirði eru verkefni nemenda kynnt ì skemmtilegum og fjölbreyttum vinnustofum. Ì dag kl. 17 verða tvær vinnustofur og eru allir velkomnir.