Fara í efni

Yfirlit frétta

14.07.2015

Menning og gleði um helgina

Hér má finna dagskrá helgarinnar við Báruna, svo eru auðvitað opnunartónleikarnir á föstudaginn líka.
14.07.2015

Í feluleik í íþróttahúsinu

Seinni vika leikjaskólans er hafin og í morgun byrjuðu börnin á feluleik í salnum. Í síðustu viku voru börnin bæði inni og úti í leikjum og æfingum, æfðu m.a. langstökk fyrir Ásbyrgismótið.
10.07.2015

Grunnskóli Bakkafjarðar auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum í almenna kennslu á öllum stigum grunnskólans og leikskólakennara til starfa fyrir næsta skólaár.
09.07.2015

Grunnskóli Þórshafnar auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa fyrir næsta skólaár. Kennslugreinar helstar: íþróttir, list- og verkgreinar og sérkennari í 50% stöðu.
08.07.2015

Kortasjá

Nú hefur Langanesbyggð fengið aðgang að kortasjá fyrir Langanesbyggð. Þar er hægt að nálgast loftmyndir í góðri upplausn.
06.07.2015

Deiliskipulag og umhverfisskýrsla - Urðunarsvæði við Bakkafjörð.

Deiliskipulag og umhverfisskýrsla - Urðunarsvæði við Bakkafjörð - Niðurstaða sveitarstjórnar vegna athugasemda við skipulagið - Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu vegna Urðunarsvæðis við Bakkafjörð var auglýst öðru sinni með lögformlegum hætti í sex vikur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 frá 19.01 - 02.03.2015.
02.07.2015

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra fór fram í Listasafninu á Akureyri - Ketilhúsi 26.júní og fengu nokkrir einstaklingar í Langanesbyggð styrk. Langanesbyggð fékk 500 þús kr styrk vegna "Spilað fyrir hafið" sem fer af stað 17.júlí.
02.07.2015

Losun garðaúrgangs á Bakkafirði

Þeir sem þurfa að losna við garðaúrgang á Bakkafirði
29.06.2015

Vigdísartré í Kirkjuskógi

Á laugardaginn voru gróðursett þrjú tré í skóginum við kirkjuna á Þórshöfn. Þetta er gert til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur og voru gróðursett tré út um allt land. Um viðburðinn segir þetta: Þann 29. júní verða liðin 35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörin forseti, og 100 ár frá því konur hér á landi fengu kosningarétt. Skógrækt, landgræðsla og náttúruvernd hafa verið Vigdísi afar hugleikin og hefur hún haldið þeim málefnum á lofti á opinberum vettvangi. Eitt besta dæmið þar að lútandi er að snemma í forsetatíð sinni tók hún upp þann sið að gróðursetja þrjú tré á þeim stöðum sem hún heimsótti – eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir komandi kynslóðir. Þótti því upplagt að skógræktarfélögin myndu marka þessi tímamót með gróðursetningu og fylgja fordæmi Vigdísar um trén þrjú. Skógræktarfélögin og sveitarfélög um land allt, með stuðningi Skógræktarfélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, ásamt Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Yrkjusjóði og Landgræðslusjóði, standa að gróðursetningunni.
28.06.2015

Sorpmál skoðuð á Vopnafirði

Á föstudaginn fór sveitarstjórn Langanesbyggðar í heimsókn til nágranna okkar á Vopnafirði og var megintilgangur ferðarinnar að skoða fyrirkomulag á úrgangsmálum. Vopnfirðingar hafa þann hátt á úrgangsmálum að ein tunna er við hvert hús en miðlægur flokkunarstaður er í sveitarfélaginu hvar íbúar koma sjálfir með sitt flokkaða sorp og setja inn um lúgur sem merktar eru hverri tegund flokkaðs heimilisúrgangs. Innan við lúgurnar er sorp eftir atvikum baggað og eða sent burt í til þess gerðum pokum. Bæði var skoðuð flokkun og urðun sorps ásamt því að málin voru rædd við fólk í héraði. Einnig skoðaði sveitarstjórnarfólkið leikskóla og skóla þeirra Vopnfirðinga.