Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu heldur upplýsinga- og fræðslufund í Grunnskólanum á Þórshöfn fimmtudaginn 19. nóvember kl. 19:30. Fundurinn er um neyðarvarnir RKÍ í Þingeyjarsýslu og þá sérstaklega á Þórshöfn en grunnskólinn þar er skilgreindur sem fjöldahjálparstöð þegar á þarf að halda.
Á mánudaginn, þann 16. nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Grunnskólanum á Þórshöfn. Dagskráin fer fram í Þórsveri frá 17:00 til 18:30
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir samgönguþingi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13:30. Þar verður fjallað um samgöngur á landi og í lofti frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar.
Þau stóðu sig heldur vel liðið okkar í Útsvarinu síðastliðna helgi þegar þau kepptu við lið Kópavogs. Lokastaðan var reyndar ekki okkur í hag en það gengur bara betur næst. Keppendur frá okkur voru Heiðrún Óladóttir, Steinunn Óttarsdóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson. Salurinn var þéttsetinn af okkar fólki þannig að við unnum allavega á því sviðinu.
Miðvikudaginn 28. október verður efnt til íbúafundar um forvarnarmál í Langanesbyggð í félagsheimilinu kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn en þess vænst að hann sæki allir þeir sem láta sig forvarnarmál og velferð barna og unglinga varða.