Fara í efni

Yfirlit frétta

16.06.2015

Þjóðhátíð í sundi

Það verður opið frá 11:00-14:00 á morgun 17. júní. Tónaflóð,lesmál í pottum og leikir undir stjórn Ránars og Bergrúnar. Sjáumst í sundi!
15.06.2015

Kátir dagar með menningarsniði

Í ár verða Kátir dagar helgina 17 - 19. júlí með menningarsniði þar sem áhersla er lögð á tónlist, grill og gaman. Þónokkrar vangaveltur hafa verið meðal íbúa hvort af hátíðinni verður eða ekki en þetta gerist víst ekki af sjálfu sér, svo undalegt sem það má nú virðast. Nik á Bárunni ætlar að halda utanum skipulagningu og þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við hann.
12.06.2015

Kvennahlaupið á Þórshöfn

Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn kl.11:00. Vegalengdir í boði 3km og 5km.
12.06.2015

Hreinun holræsa í Langanesbyggð

Hreinsum og myndun holræsa í Langanesbyggð mun fara fram mánudaginn 15. júní og hugsanlega líka þriðjudaginn 16. júní n.k. Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eða láta mynda þær eru hvattir til að hafa samband við Jarek í síma 863-5198 sem fyrst eða beint við skrifstofu Bólholt í síma 471-3000.
12.06.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð 27. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar dags. 11. júní 2015
09.06.2015

Nýr þurrkari í loðnumjölsverksmiðjunni 115 tonn

Í gærmorgun var hífður upp af fraktskipi gríðarstór loðnumjölsþurrkari og vegur hann aðeins 115 tonn. Til þess þurfti að fá tvo krana sunnan úr Reykjavík sem og auka vöruflutningabíla með tilheyrandi viðbúnað sem þurfti til verksins. Að sögn Kristinns Lárussonar gekk nú ekki átakalaust að koma þessu flykki inní verksmiðjuna og brotnuðu stoðir undan og svona smá "bras". Gamli þurrkarinn sem skipt var út er enn á bryggjunni og bíður flutnings landleiðina til Reyðarfjarðar en þar eru þungatakmarkanir á vegum fyrirstaða eins og er. Nýi þurrkarinn hefur 690 fermetra þurrkflöt og forþurrkar mjölið áður en það fer í gengum aðra tvo þurrkara. Að sjálfsögðu var svo mjölútskipun í kjölfarið til að nýta ferðina hjá skipinu.
09.06.2015

Fundur í sveitarstjórn

27. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í grunnskólanum á Bakkafirði fimmtudaginn 11. júní 2015 og hefst kl 17:00
06.06.2015

Eggjaveisla og sjámannadagsdagskrá

Í dag verður eggjaveisla í boði Langanesbyggðar kl. 12 á veitingastaðnum Bárunni og eftir það er hefðbundin sjómannadagsdagskrá í dag sem Björgunarsveitin Hafliði stendur fyrir. Tilvalið að gera sér glaðan dag og styrkja gott málefni í leiðinni.
05.06.2015

Ólöf Nordal í Forystusetri

Ólöf Nordal í Forystusetri Myndlistarmaðurinn Ólöf Nordal opnar myndlistarsýningu í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði, laugardaginn 6. júní nk. Ólöf er þekkt fyrir höggmyndir sínar og myndverk, má þar nefna Geirfuglinn við Skerjafjörð, Þúfuna við gömlu höfnin í Reykjavík og altarisverkið Fuglar himinsins í Ísafjarðarkirkju. Ólöf hefur áður unnið verk þar sem forystufé var uppspretta hugmynda. Hún sýnir að þessu sinni videoverk og ljósmyndir, en við undirbúning sýningarinnar heimsótti Ólöf fjárhús og forystufé bæði sunnan og norðan heiða. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar, sem verður kl. kl. 16:00. Sýninging verður uppi í Forystusetrinu í allt sumar eða til 31. ágúst. Setrið er opið alla daga frá kl. 11:00 – 18:00. Á Fræðasetrinu er safnað saman á einn stað fróðleik um íslenska forystuféð og það gert aðgengilegt fyrir almenning og fræðimenn. Vinsældir þessa litla gallerís lýsa sér best í því að það er bókað undir myndlistarsýningar allt til ársins 2020. Allar nánari upplýsingar veitir Daníel Hansen forstöðumaður Forystuseturs, 852-8899, forystusetur@forystusetur.is www.forystusetur.is.
04.06.2015

Leikskólakennarar

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennurum til að starfa við leikskólann Barnaból á Þórshöfn í starf á næsta skólaári. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2015.