Fara í efni

Yfirlit frétta

03.10.2015

Hrútadagurinn á Raufarhöfn í dag

Hinn árlegi og skemmtilegi Hrútadagur er hjá þeim nágrönnum okkar í dag og hefst dagskrá kl 14. Þar verður ýmislegt til gamans gert og í dagskránni segir þetta: Gísli Einarsson verður á staðnum og setur daginn Sölubásar með ýmsan varning. Kjötmatssérfræðingur verður á staðnum og sýnir hvernig matið fer fram Rúningskappar sýna réttu tökin Barnadagskrá Hrútahlaup sem engnn má missa af Hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu Kótilettufélagið mætir á staðinn og velur kótilettuhrútinn! Rúsínan í pylsuendanum- sala á hrútum sem gæti endað með uppboði og margt fleira..
29.09.2015

Samgönguráðstefna Norðurhjara

Ráðstefna Norðurhjara um samgöngur og ferðamál verður haldin þriðjudaginn 29. september nk. í Skúlagarði í Kelduhverfi og hefst kl.13:00.
28.09.2015

Hin árlega inflúensubólusetning

FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER Frá kl. 9:15 – 12:00 og frá kl. 12:30 - 15:30 Tímapantanir í síma 464 0600
25.09.2015

Sami gamli þorparinn

Eins og flestir þekkja til þá voru tónleikar í vitanum á Fonti á Langanesi í sumar. Hér er myndbrot af laginu Þorparinn en það er gítarleikarinn Haukur Þórðarson sem spilar lagið inni í vitanum. Verkefnið tókst framar vonum, fjöldi gesta sótti tónleikana og var almenn ánægja með hvernig til tókst. /GBJ
21.09.2015

Sundkeppni sveitarfélaganna

Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað hvert á annað í sundkeppni dagana 21. - 27. september. Þannig að nú er um að gera að drífa sig í laugina, Eyþór er byrjaður að skrá niður metrafjöldann. Skólasund telst þó ekki með. Þessa vikuna verður því opið fyrir almenning alla morgna milli kl.8:00 - 8:45 , og svo á vanalegum tíma á milli kl. 16.00 - 19:30. Það má þó stundum reyna samningaviðræður við Eyþór á öðrum tímum ef ekki er skólasund í gangi. /GBJ
19.09.2015

Fundur í sveitarstjórn

32. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn mánudaginn 21. september 2015 og hefst kl 17:00
15.09.2015

Úrvalslið í Útsvar

Nú liggur það fyrir að Langanesbyggð mun taka þátt í spurningakeppninni Útsvari í vetur og að sjálfsögðu er markið sett á sigur en fyrsta keppnin verður þann 30. október á móti Kópavogi. Úrvalsfólk hefur verið valið sem fulltrúar okkar og treystum við á liðsstjórann að setja saman stíft æfingarprógramm. Við kynnum þau hér til sögunnar:
11.09.2015

Hleðslumagnari í tónlistarskólann

Tónlistarskóli Langanesbyggðar hefur nú fengið í notkun vandaðan hleðslumagnara sem hægt er að tengja bæði við hljóðfæri og mikrafón. Magnarinn var keyptur í sumar fyrir verkefnið Spilað fyrir hafið, sem Langanesbyggð stóð fyrir, enda ekkert rafmagn í vitanum á Fonti og því var ákveðið að kaupa góðan maganara sem myndi síðan nýtast tónlistarskólanum. Kadri tónlistarkennari var alsæl með nýju græjuna og sagðist vera búin að langa lengi í svona fyrir skólann. Með því að hlaða magnarann er hægt að tengja hljóðfæri við hann og spila tónlist út um móa og mel. /GBJ
11.09.2015

Bætt aðstaða á lögreglustöðinni

Í gær var opið hús hjá lögreglunni á Þórshöfn eftir gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Ráðast þurfti í miklar framkvæmdir, bæði að skipta um lagnir, brjóta upp gólf og fleira, og var í leiðinni endurnýjað innanhúss bæði fangaklefar sem og bætt vinnuaðstaða fyrir lögreglumenn og sýslumann. Yngri kynslóðinni þótti áhugavert að skoða lögreglustöðina og fengu líka góðar mótttökur og veitingar, enda mikilvægt að brýna fyrir börnunum að lögreglan er góði gæinn og þau eiga að vera óhrædd að leita aðstoðar þeirra. /GBJ
08.09.2015

Fundur í sveitarstjórn

31. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 10. september 2015 og hefst kl 17:00