Það hefur verið alveg rjómablíða á Langanesinu í dag og nú seinnipartinn voru kayakarnir sjósettir en það er ungmennadeild Björgunarsveitarinnar Hafliða sem tekur vorinu fagnandi og byrjuðu buslið. Nokkrir löbbuðu heim blautir frá toppi til táar sem eflaust vekur mis mikla lukku þegar heim er komið. /GBJ
Við biðlum til íbúa í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi að svara stuttri netkönnun um Káta daga, ferðaþjónustu og atvinnumál, en það mun gagnast bæði Atvinnu- og ferðamálanefnd og einnig þeim sem vinna að ferðaþjónustumálum á svæðinu. Könnunina má finna hér og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.
Vegna aðgerða hjá Landsneti við Kópaskerslínu verður rafmagnslaust og/eða rafmagnstruflanir aðfaranótt miðvikudagsins 8. apríl 2015 frá klukkan 0:00 til 6:00
Í: Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Melrakkasléttu, Raufarhöfn, Þistilfirði og Þórshöfn
Rarik