Fara í efni

Yfirlit frétta

10.02.2015

112-Dagurinn

Í tilefni 112-dagsins, sem er miðvikudaginn 11. febrúar, ætlar slökkviliðið í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi að hafa opið hús í Bakkavegi 11. Húsið verður opið frá kl 16:00-18:00.
10.02.2015

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir fólki í hlutastörf í Langanesbyggð

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir fólki í hlutastörf í Langanesbyggð, samkv. reglum Félagsþjónustu Norðurþings
10.02.2015

Félagsráðgjafi í Langanesbyggð

Félagsráðgjafi Félagsþjónustu Norðurþings, verður til viðtals á Þórshöfn þriðjudaginn og miðvikudaginn 24.-25 febrúar. Hægt er að bóka viðtal vegna barnaverndar, fjárhagsaðstoðar og félagslegrar ráðgjafar.
10.02.2015

Sóknarbraut - kynningarfundur

Kynningarfundur um námskeiðið Sóknarbraut verður haldinn í Menntasetrinu á Þórshöfn mánudaginn 16. febrúar nk. kl 17:00 Sóknarbraut er hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallaratriðum um stofnun fyrirtækja og öðlast þekkinug á ýmsum þáttum fyrirtækjarekstrar.
06.02.2015

Félagsvist

Þriggja kvölda keppni í félagsvist verður haldin í Svalbarðsskóla eftirtalin miðvikudagskvöld 11. febrúar, 18. febrúar( sem er Öskudagur og tilvalið að mæta í grímubúningi ) og 25. febrúar og hefst klukkan 20.
05.02.2015

Lífshlaupið 2015

Íþrótta- og tómstundarnefnd hvetur þig og þinn vinnustað og/eða skóla til að taka þátt í lífshlaupinu 2015 sem hófst 4 febrúar. Hægt er að taka þátt í einstaklings-, vinnustaða-, grunnskóla - og framhaldsskólakeppni. Allar nánari upplýsingar inn á lifshlaupid.is
04.02.2015

Samningur við Þekkingarnet Þingeyinga undirritaður

Í dag var formlega undirritaður samningur á milli Þekkingarnets Þingeyinga og sveitarfélagsins Langanesbyggðar þar sem starfsmaður ÞÞ á Þórshöfn tekur að sér 30% starfshlutfall í atvinnu- og ferðaþjónustumálum. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir mun sinna þessu hlutverki og starfa sem áður í Menntasetrinu á Þórshöfn. Mikil samvinna hefur verið á milli Þekkingarnetsins og Langanesbyggðar undanfarin ár og því var ákveðið að gera formlegt samkomulag um ákveðin verkefni sem sinnt verður af hálfu ÞÞ fyrir sveitarfélagið. Þetta styrkir einnig stöðu Þekkingarnetsins á staðnum en þar eru nú tveir starfsmenn.
04.02.2015

Þekkingarnetið auglýsir eftir háskólanemum

Nú auglýsir Þekkingarnet Þingeyinga eftir áhugasömum háskólanemum með verkefnahugmyndir. Síðastliðin ár hafa ýmis verkefni verið unnin á svæðinu þar sem samstarf er á milli háskólanema, Þekkingarnetsins og Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Frekari upplýsinga má leita hjá Grétu Bergrúnu í Menntasetrinu. /GBJ
04.02.2015

Afmælisrit HSP og DVD diskur

Héraðssamband Þingeyinga varð 100 ára á síðasta ári. Í lok ársins var gefin út þessi líka skemmtilega bók sem spannar 100 ára sögu HSÞ. Einnig var gefinn út DVD-diskur í tengslum við afmælishátíðina, sem inniheldur upptökur af Landsmótum sem HSÞ hefur haldið.
04.02.2015

Snilldargott þorrablót

Þá er þorpið að vakna og teygja úr sér eftir þorrablótshelgi. Skemmtanahald fór vel fram og lystilegur þorramatur á borðum. Eins og vanalega var nefndin með leikin grín atriði og ýmsir karakterar stigu á svið. Alltaf er það skemmtilegt við þorrablót að sjá ólíklegasta fólk í samfélaginu taka þátt og sýna stórleik á sviði. Þema blótsins var að sjálfsögðu "Þórshöfn höfuðborg Íslands" enda gott að undirbúa okkur undir þann heiður. /GBJ