Í tilefni 112-dagsins, sem er miðvikudaginn 11. febrúar, ætlar slökkviliðið í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi að hafa opið hús í Bakkavegi 11. Húsið verður opið frá kl 16:00-18:00.
Félagsráðgjafi Félagsþjónustu Norðurþings, verður til viðtals á Þórshöfn þriðjudaginn og miðvikudaginn 24.-25 febrúar.
Hægt er að bóka viðtal vegna barnaverndar, fjárhagsaðstoðar og félagslegrar ráðgjafar.
Kynningarfundur um námskeiðið Sóknarbraut verður haldinn í Menntasetrinu á Þórshöfn mánudaginn 16. febrúar nk. kl 17:00
Sóknarbraut er hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallaratriðum um stofnun fyrirtækja og öðlast þekkinug á ýmsum þáttum fyrirtækjarekstrar.
Þriggja kvölda keppni í félagsvist verður haldin í Svalbarðsskóla eftirtalin miðvikudagskvöld 11. febrúar, 18. febrúar( sem er Öskudagur og tilvalið að mæta í grímubúningi ) og 25. febrúar og hefst klukkan 20.
Íþrótta- og tómstundarnefnd hvetur þig og þinn vinnustað og/eða skóla til að taka þátt í lífshlaupinu 2015 sem hófst 4 febrúar. Hægt er að taka þátt í einstaklings-, vinnustaða-, grunnskóla - og framhaldsskólakeppni.
Allar nánari upplýsingar inn á lifshlaupid.is
Í dag var formlega undirritaður samningur á milli Þekkingarnets Þingeyinga og sveitarfélagsins Langanesbyggðar þar sem starfsmaður ÞÞ á Þórshöfn tekur að sér 30% starfshlutfall í atvinnu- og ferðaþjónustumálum. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir mun sinna þessu hlutverki og starfa sem áður í Menntasetrinu á Þórshöfn. Mikil samvinna hefur verið á milli Þekkingarnetsins og Langanesbyggðar undanfarin ár og því var ákveðið að gera formlegt samkomulag um ákveðin verkefni sem sinnt verður af hálfu ÞÞ fyrir sveitarfélagið. Þetta styrkir einnig stöðu Þekkingarnetsins á staðnum en þar eru nú tveir starfsmenn.
Nú auglýsir Þekkingarnet Þingeyinga eftir áhugasömum háskólanemum með verkefnahugmyndir. Síðastliðin ár hafa ýmis verkefni verið unnin á svæðinu þar sem samstarf er á milli háskólanema, Þekkingarnetsins og Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Frekari upplýsinga má leita hjá Grétu Bergrúnu í Menntasetrinu. /GBJ
Héraðssamband Þingeyinga varð 100 ára á síðasta ári. Í lok ársins var gefin út þessi líka skemmtilega bók sem spannar 100 ára sögu HSÞ. Einnig var gefinn út DVD-diskur í tengslum við afmælishátíðina, sem inniheldur upptökur af Landsmótum sem HSÞ hefur haldið.
Þá er þorpið að vakna og teygja úr sér eftir þorrablótshelgi. Skemmtanahald fór vel fram og lystilegur þorramatur á borðum. Eins og vanalega var nefndin með leikin grín atriði og ýmsir karakterar stigu á svið. Alltaf er það skemmtilegt við þorrablót að sjá ólíklegasta fólk í samfélaginu taka þátt og sýna stórleik á sviði. Þema blótsins var að sjálfsögðu "Þórshöfn höfuðborg Íslands" enda gott að undirbúa okkur undir þann heiður. /GBJ