Fara í efni

Yfirlit frétta

24.01.2015

Máttur kvenna - enn opið fyrir umsóknir

Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi og geta nemendur því hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefnin hvenær sem þeim hentar. Námskeiðið hefst 6. febrúar nk. með vinnuhelgi á Bifröst.
21.01.2015

Síðustu fundargerðir sveitarstjórnar og nefnda

Fundargerð sveitarstjórnar nr 15 Fundargerð atvinnu- menningar og ferðamálanefndar nr 4 Fundargerð fræðslunefndar nr 5 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr 4 Fundargerð landbúnaðarnefndar nr 4
21.01.2015

Árleg skötuveisla á Bakkafirði

Á Þorláksmessu er skemmtileg hefð fyrir skötuveislu á Bakkafirði og eru heimamenn duglegir að mæta til að gera kræsingunum góð skil. Áki Guðmundsson tók þessar myndir nú í desember en veislan er haldin í grunnskólanum. Á boðstólum var heimabakað rúgbrauð, heimagerð rúllupylsa, harðfiskur, saltfiskur og kæst skata. /GBJ
20.01.2015

Styrkir til atvinnumála kvenna

Þann 16. febrúar rennur út umsóknarfrestur til styrkja úr Atvinnumálasjóði kvenna. Skyldi leynast viðskiptahugmynd einhversstaðar sem þarf að komast í framkvæmd? Hægt er að leita ráðgjafar hjá Grétu Bergrúnu í Menntasetrinu við styrkumsóknir og einnig hvetjum við fólk til að leita til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ef það vantar aðstoð við að koma góðum hugmyndum í framkvæmd. Hér má sjá auglýsinguna.
20.01.2015

Skólaheimsókn til Eistlands og Lettlands

Í nokkur ár hefur verið líflegur samgangur á milli grunnskólanna í Langanesbyggð við grunnskóla í Eistlandi og Lettlandi. Skólahópar hafa farið héðan en einnig hafa komið gestir að utan sem hafa þá gist í heimahúsum. Auk þess er Anna María Ólafsdóttir í nokkura mánaða dvöl í Lettlandi og kemur eflaust heim reynslunni ríkari í vor. Núna eru nokkrir nemendur frá okkur staddir úti og hafa meðal annars verið að skoða sig um í Riga höfuðborg Lettlands. Hægt er að fylgjast með því sem á daga þeirra drífur á fésbókarsíðu grunnskólans eða á heimasíðu skólanna bakkafjardarskoli.is og http://grunnskolinn.com/
19.01.2015

Auglýsing skipulags og umhverfisskýrslu - Urðunarsvæði við Bakkafjörð

Tillaga að deiliskipulagi fyrir urðunarsvæði á Bakkafirði, Langanesbyggð, auk umhverfisskýrslu auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
16.01.2015

Rauðanesganga Ferðafélagsins á sunnudaginn.

Ferðafélagið Norðurslóð óskar félögum sínum til hamingju
13.01.2015

Fundur í sveitarstjórn

15. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Menntasetrinu á Þórshöfn fimmtudaginn 15. janúar 2015 og hefst kl 17:00
13.01.2015

Sigurður VE 15 með sinn fyrsta loðnufarm

Nýja Ísfélagsskipið Sigurður VE 15 kom til Þórshafnar í morgun með sinn fyrsta loðnufarm í frystingu og bræðslu.
08.01.2015

Fyrsta loðnan á vertíðinni á leið til Þórshafnar

Heimaey VE 1 kemur til Þórshafnar í dag með fyrstu loðnuna á þessari vertíð. Aflinn er um 1280 tonn og fara 330 tonn í frystingu