Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir nú eftir styrkumsóknum í sjóð sem leggur sérstaka áherslu á átak til atvinnusköpunar, auglýsinguna má finna hér á pdf.
Ungt fólk mun flytja tónlist á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16:00.
Systkinin snjöllu frá Skeggjastöðum og Arnar Freyr Halldórsson - sem lika er snjall - leika á hljóðfæri.
Í dag verða fræðandi fyrirlestrar á vegum Þekkingarnets Þingeyinga í Þórsveri kl 16.30. Þar mun Lilja Rögnvaldsdóttir kynna rannsókn um ferðavenjur ferðamanna á Norðausturhorninu en í nokkur ár hafa ferðamenn sem koma til Húsavíkur verið spurðir um neysluvenjur og ferðatilhögun. Einnig mun Drengur Óla Þorsteinsson fjalla um framtíðarsýn fyrir Langanesbyggð í ferðaþjónustumálum en hann vinnur að markaðsmálum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Hvetjum íbúa til að mæta og hlusta á þessi erindi og taka þátt í umræðum að þeim loknum. /GBJ
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir árlegri tannverndarviku
2. til 7. febrúar 2015. Tannverndarvikan árið 2015 er helguð því að kynna landsmönnum mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu. Kjörorð vikunnar er Sjaldan sætindi og í litlu magni. Í tilefni þessa kynnir Embætti landlæknis nýjan vef, www.sykurmagn.is mánudaginn 2. febrúar 2015.
Opið hús verður í bókasafninu miðvikudaginn 4. febrúar frá kl. 17:00 -18:00. Nemendur úr grunn- og tónlistarskólanum kynna barnabókarithöfundinn Astrid Lindgren með upplestri og hljóðfæraleik.
Mánudaginn 2. febrúar munu Lilja Rögnvaldsdóttir og Drengur Óla Þorsteinsson fjalla um ferðaþjónustumál. Lilja Rögnvaldsdóttir fjallar um niðurstöður ferðaþjónustukönnunar sem gerð var á Húsavík og í Þingeyjarsýslum og Drengur Óla Þorsteinsson fjallar um hvaða leiða er hægt að leita í ferðaþjónustu í Langanesbyggð. Fyrirlestrarnir verða í Þórsveri kl 16:30.
Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015 fór fram í gær á hádegisverðarfundi á Grand hóteli. Langanesbyggð tilnefndi vinnustofuverkefnið í Grunnskólanum á Bakkafirði og hlaut það sérstaka viðurkenningu