Fara í efni

Yfirlit frétta

23.03.2015

Rannsóknarstarf unnið á Þórshöfn

Sjónvarpsstöðin N4 tóku viðtal við Grétu Bergrúnu á dögunum en hún starfar á rannsóknarsviði Þekkingarnets Þingeyinga með starfsstöð í Menntasetrinu á Þórshöfn. Starfi sem þessu er hægt að sinna hvar sem er á starfssvæði Þekkingarnetsins og styrkir það atvinnulífið á staðnum að starfsmaður rannsóknarsviðis ÞÞ sé staðsettur hér. Hér má sjá viðtalið.
20.03.2015

Breytingar á Bárunni

Þeir sem vilja taka þátt í spennandi verkefni eða leggja til efnivið: Bárunni breytt! Framundan er spennandi verkefni sem að við vonumst til að sem flestir hafi áhuga á að taka þátt í! Hugmyndin er að taka Báruna í gegn: aðeins að fríska upp á hana að innan, gera hana notalegri með sófasettum, lampalýsingu, fallegum litum á veggjum ofl. Við vonumst til að sem flestir hafi áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur og biðjum við því um ykkar aðstoð: Það vantar aðstoðarmenn sem eru til í að koma að mála, smíða, veggfóðra ofl. Eða ef að þið eigið sófasett, sófa, stóla, kolla, hliðarborð, borðspil, bækur (helst svolítið gamlar), myndaramma, spegla, kertastjaka, lampa og lampaskerma, messingstjaka og bara allt sem ykkur dettur í hug til að gefa þá værum við svakalega þakklát fyrir að fá mynd af viðkomandi hlut sendan á okkur. Við veljum svo úr það sem að hentar útlitinu og stemmningunni sem að við erum að reyna að ná. Nú þegar eru frábær viðbrögð, 1 sófasett komið, kertastjakar, garn ofl. En betur má ef duga skal svo endilega verið í bandi. Meðfylgjandi má sjá mynd af stemmningunni sem við erum að vinna útfrá, hún ætti að geta gefið smá hugmynd um endanlegt útlit Bárunnar. Myndir og upplýsingar má endilega senda á katla@volcanodesign.is Kveðja velgjörðarmenn Bárunnar
19.03.2015

Afleysingafólk óskast á Naust

Starfsfólk óskast í afleysingar á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Allar nánari upplýsingar gefur Kristín Thorberg hjúkrunarforstjóri í síma 863-0086.
19.03.2015

Geir ÞH kominn heim úr Breiðafirðinum

Þá eru þeir komnir heim aftur "Geirfuglarnir" okkar eftir fengsæla vertíð í Breiðafirðinum. Þó vertíðin hafi verið vindasöm þá fiskuðust um 440 tonn af þorski enda fiskeríið svo mikið að netin eru ekki látin liggja nema 2-8 tíma. Nú tekur við veiði í Þistilfirðinum og svo netarall eftir það.
18.03.2015

Glæsilegur hópur í skólahreysti

Í síðustu viku fór vaskur hópur ungmenna frá Þórshöfn og Bakkafirði að keppa í skólahreysti. Krakkarnir stóðu sig með prýði og voru í 5. sæti í sínum riðli sem eru skólar á Norðurlandi utan Akureyrar. Alls voru 6 krakkar í liðinu sem þjálfuðu fyrir keppnina, fjórir aðalmenn og tveir til vara. Nokkur hópur stuðningsmanna fór með og var okkar litur í ár bleikur, eins og sjá má á þessum myndum sem eru af heimasíðu skólahreystis og einnig frá Valgerði Sæmundsdóttir en hún og Þorsteinn Ægir þjálfa liðið. /GBJ
17.03.2015

Páskabingó á Nausti

Páskaeggjabingóið árlega á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn verður haldið snemma þetta árið. Nánar tiltekið fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00. Spjöldin kosta ekkert, það eru bara fráls framlög í GULA GRÍSINN á staðnum.
13.03.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar frá 12. mars 2015
11.03.2015

Rafmagnslaust vegna viðgerðar

Vegna viðgerðar Landsnets á Kópaskerslínu má búast við rafmagnsleysi í nótt, aðfaranótt 12. mars á Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði auk nágrannasveita, frá miðnætti til kl. 2:30. Reynt verður að keyra varaafl eftir bestu getu.
10.03.2015

Fundur í sveitarstjórn

20. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 12. mars 2015 og hefst kl 17:00
10.03.2015

Skemmtileg helgi 21. - 22. mars

Helgin 21. - 22. mars verður tileinkuð handverki og ferðaþjónustu á svæði Norðurhjara. Á laugardeginum verður flottur fyrirlestur hjá Hugrúnu Ívarsdóttur, eiganda Laufabrauðssetursins á Akureyri þar sem hún fjallar um uppbyggingu sína á fyrirtækinu og hönnunarmarkað á Íslandi í dag. Bendum á að þeir sem vilja skrá sig með sýningarbás á sunnudeginum þurfa að hafa samband við Mirjam núna í vikunni.