Fara í efni

Yfirlit frétta

22.07.2015

20 strandveiðibátar á Bakkafirði

Í sumar hefur heldur betur verið fjör í höfninni á Bakkafirði líkt og RÚV greindi frá á vef sínum í gær 21.07.2015.
19.07.2015

Vel heppnaðir opnunartónleikar

Á föstudaginn voru opnunartónleikar á tónleikaröðinni Spilað fyrir hafið en þar mun Haukur Þórðarson gítarleikari og nemi í FÍH spila daglega við vitann á Fonti á Langanesi. Spilað er í tæpan klukkutíma í senn og eru tónleikarnir klukkan 15 alla daga fram til 1. ágúst en þá eru lokatónleikarnir. Það var vel mætt á opnunartónleikana þar sem rúmlega 50 gestir hlýddu tónlistina á þessum magnþrungna stað sem er líkt og komið sé á heimsenda. Veitingastaðurinn Báran sá um léttar veitingar sem allar voru með sjávarfangi en yfirskrift tónleikanna er að heiðra hafið fyrir allt sem það hefur gefið en einnig minnast þess sem það hefur tekið. Verkefnið er á vegum Langanesbyggðar en uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkti verkefnið. Frá Þórshöfn tekur um einn og hálfan tíma að keyra út á Font en leiðin er ekki hentug fólksbílum. Þá er um að gera að nýta ferðina og fara útá útsýnispallinn á Skoruvíkurbjargi og skoða eyðiþorpið að Skálum.
18.07.2015

Tónleikar á Fonti

Tónleikar í vitaum á Fonti verða ekki í dag sunnudaginn 19. júlí klukkan 17:00.
17.07.2015

Að loknu Ásbyrgismóti- frá Ásbyrgisnefnd

Þá er árlegu Ásbyrgismóti lokið. Mótið gekk vel fyrir sig þó þátttakan hafi verið með minna móti, enda lék veðrið ekki við okkur. Mótsgestir voru allir til fyrirmyndar og er óhætt að segja að þetta sé sameiginleg fjölskylduhátíð okkar Norður-Þingeyinga.
17.07.2015

Aukafundur í sveitastjórn Langanesbyggðar

29. aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn mánudaginn 20. júlí 2015 og hefst kl 17:00
17.07.2015

Guðsþjónusta verður í Sauðaneskirkju

Guðsþjónusta verður í Sauðaneskirkju sunnudaginn 19. júlí kl. 14. Prestur er sr. Stefán Már Gunnlaugsson og organisti Stefanía Sigurgeirsdóttir. Almennur safnaðarsöngur.
15.07.2015

Gönguferð í Fossdal

Ferðafélagið Norðurslóð efnir til gönguferðar sunnudaginn 19. júlí nk. í Fossdal í Gunnólfsvíkurfjalli. Gangan er í tengslum við káta daga á Þórshöfn og nágrenni.
14.07.2015

Menning og gleði um helgina

Hér má finna dagskrá helgarinnar við Báruna, svo eru auðvitað opnunartónleikarnir á föstudaginn líka.
14.07.2015

Í feluleik í íþróttahúsinu

Seinni vika leikjaskólans er hafin og í morgun byrjuðu börnin á feluleik í salnum. Í síðustu viku voru börnin bæði inni og úti í leikjum og æfingum, æfðu m.a. langstökk fyrir Ásbyrgismótið.
10.07.2015

Grunnskóli Bakkafjarðar auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum í almenna kennslu á öllum stigum grunnskólans og leikskólakennara til starfa fyrir næsta skólaár.