Fara í efni

Yfirlit frétta

26.06.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð 28. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar dags 25. júní 2015
25.06.2015

Sumarblóm til sölu í dag

Sumarblóm til styrktar Sauðanes- og Þórshafnarkirkju
24.06.2015

Skrifstofa Verkalýðsfélags Þórshafnar lokuð

Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfis
24.06.2015

Fallegur almenningsgarður í vinnslu á Bakkafirði

Göngustígur, hænsnakofi, kartöflu- og kálgarður er meðal þess sem sjá má í nýjum garði sem unglingar á Bakkafirði vinna að í unglingavinnunni. Ívar Bjarklind leiðbeinir og vinnur með unglingunum en hann verður yfir unglingavinnunni þar í sumar.
24.06.2015

Fundur í sveitarstjórn

28. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 25. júní 2015 og hefst kl 17:00
19.06.2015

Grunnskóli Þórshafnar auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa fyrir næsta skólaár. Kennslugreinar helstar: íþróttir, list- og verkgreinar og sérkennari í 50% stöðu. Umsóknir, einkunnir og starfsferilskrá skal senda til skólastjóra fyrir 1. júlí 2015.
19.06.2015

Kosningaréttur í 100 ár

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt. Lögin færðu einnig kosningarétt um 1.500 vinnumönnum, sem voru 40 ára og eldri, og líka um 1.000 karlmönnum sem áður höfðu ekki haft réttinn vegna skilyrða um útsvarsgreiðslu. Dagurinn 19. júní hefur verið kallaður kvennadagurinn og kvenréttindadagurinn frá árinu 1915. Þann dag hafa íslenskar konur og íslensk kvennahreyfing litið til baka og glaðst yfir fengnum rétti. Í tilefni þessara tímamóta var hópur áhugafólks um ljósmyndun sem tók sig saman og hengdi upp 100 myndir af konum í byggðarlaginu. Sýningin er í Samkaup Strax á Þórshöfn og mun hanga þar eitthvað fram eftir sumri. Hópurinn hallar sig "Myndarlegi klúbburinn" en það eru Gréta Bergrún, Guðjón Gamsa, Hilma, Líney og Sóley Vífils. /GBJ
19.06.2015

Leikskólakennari/leiðbeinandi - 50% starf

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennara/leiðbeinenda í 50% starf við leikskólann Barnaból á Þórshöfn á næsta skólaári.
18.06.2015

Sýning og sögustund í Sauðaneshúsi

Dagana 21. og 22. júní n.k. mun Aðalsteinn J. Maríusson halda sýningu í Sauðaneshúsinu á íslenskum steinum og munum úr þeim frá kl. 14 til 17. Sögustund um húsið og fleira kl. 15:00.
16.06.2015

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum og leikskólakennara til starfa

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum í almenna kennslu á öllum stigum grunnskólans og leikskólakennara til starfa fyrir næsta skólaár.