Fara í efni

Yfirlit frétta

26.10.2015

Ný dagsetning á Smalabitanum

Smalabitinn verður laugardaginn 14. nóvember og má sjá auglýsinguna hér.
23.10.2015

Gangbraut á Þórshöfn

Eins og glöggir bæjarbúar á Þórshöfn hafa vafalaust tekið eftir þá er komin gangbraut í Miðholtinu sem tengir saman göngu- og hjólastíg sem liggur frá Hálsvegi yfir Miðholt og Austurveg, að skólanum, en þar eru oft skólabörn á ferð. Á dögunum var hreyfivika í grunnskólanum og við það tilefni var þessi flotta mynd tekin af börnum og kennurum við gangbrautina. Mikilvægt öryggisatriði og við biðjum vegfarendur að taka tillit til gangangdi og hjólandi vegfarenda.
23.10.2015

Ein er upp til fjalla...

Gleðidagur fyrir marga heimamenn en í dag er fyrsti í rjúpu og eflaust margir sem halda til fjalla. Eftirfarandi tilkynningar bárust: VEIÐIMENN ATHUGIÐ! Öll rjúpnaveiði bönnuð á jörðinni Heiði á Langanesi. Landeigendur Rjúpnaveiði bönnuð: Öll rjúpnaveiði er bönnuð í landi Eldjárnstaða sem er : Úr Bælishólum beint til fjalls í Merkitind og þaðan í Hnjúksvörðu, þaðan í Vörðutyppi á Öldudagsvarpi, þaðan í Þverárhyrnu og þaðan í Sandhaug, skilur þaðan Lónsá á milli Eldjárnstaða og Grundar allt að Brúarlækjarósi. Einungis þeir sem eru með leyfi landeiganda fá að veiða í landi Eldjárnsstaða. Upplýsingar um veiðileyfi gefur Gunnólfur í síms 821-1646
21.10.2015

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur

Hinn árlegi Smalabiti verður haldinn laugardaginn 7. nóvember. Nánar auglýst þegar nær dregur. Kveðjur frá smalabitanefnd.
20.10.2015

Til rafmagnsnotenda Þórshöfn og nágrenni

Rafmagnstruflanir verða í Þórshöfn, Þistilfirði, Langanesi og Bakkafirði aðfararnótt fimmtudagsins 22. október vegna prófana á nýrri varavél. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt í síma 528 9690 RARIK Norðurlandi
15.10.2015

Vinnustofa með Markaðsstofu Norðurlands

Miðvikudagurinn 21. október kemur Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands á vinnustofu með hagsmuna- og ferðaþjónustaðilum. Vinnustofan er haldin á vegum Langanesbyggðar og verður í Menntasetrinu á Þórshöfn frá kl: 16:30 – 19:00. Þar viljum við koma af stað hugmyndavinnu og ákvarðanatöku er varðar sameiginlega markaðssetningu á svæðinu fyrir næsta sumar, íhuga leiðir til samstarfs við Vopnfirðinga og önnur svæði. Þeir sem hafa áhuga á að koma staðfestið mætingu fyrir mánudag – við viljum fá sem flesta að borðinu til að ná samhentu átaki í markaðssetningu.
14.10.2015

Kynningar á vinnustofum ì dag

Ì Grunnskòlanum á Bakkafirði eru verkefni nemenda kynnt ì skemmtilegum og fjölbreyttum vinnustofum. Ì dag kl. 17 verða tvær vinnustofur og eru allir velkomnir.
08.10.2015

Leikskólakennari óskast á Bakkafirði

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum leikskólakennara (leiðbeinanda) í 100% starf sem tilbúinn er að taka að sér deildarstjórn . Viðkomandi þarf að vera barngóður og áhugasamur um skapandi starf. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
07.10.2015

Jólamarkaðurinn 2015

Í ár verður jólamarkaðuinn á Þórshöfn laugardaginn 14. nóvember en hann hefur heldur betur fest sig í sessi undanfarin ár. Að venju verður fjöldi verslana á staðnum, Víkurraf á Húsavík mætir með raftækin sín, Vélaleiga Húsavíkur með hreingerningarvörur, verkfæri ofl. , fataverslanir, kaffihús, handverk og margt fleira. Þeir sem vilja vera með sölubás eða bjóða fram aðstoð sína í undirbúning hafið samband við Grétu Bergrúnu í síma 847-4056 eða gretabergrun@simnet.is, nú eða í gegnum facebook síðuna
06.10.2015

Fjáröflun æskulýðsfélagsins Faith

Við erum að safna fyrir ferð á æskulýðsmót sem að þessu sinni er haldið í Vestmannaeyjum