Fara í efni

Yfirlit frétta

07.09.2015

Bókasafnadagurinn og Alþjóðlegur dagur læsis

Bókasafnadagurinn og Alþjóðlegur dagur læsis er á þriðjudaginn, 8. september 2015. Stutt dagskrá verður á bókasafninu, 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar og hefst kl. 17:30. Börn og fullorðnir lesa, ýmist frumsamið efni eða úr uppáhaldsbókum. Heitt verður á könnunni, allir velkomnir.
01.09.2015

Mánuður í Hrútadaginn

Hrútadagsnefndin sendir frá sér eftirfarandi skilaboð: Kæru bændur. Hrútadagurinn verður haldin laugardaginn 3. október og var Hrútadagurinn í fyrra sá stærsti hingað til þó að sala á hrútum hefði mátt vera betri. Undirstaða Hrútadagsins er að bændur mæti með hrúta og að þeir seljist og við viljum endilega heyra ykkar hugmyndir um hvernig hægt sé að láta þann þátt dagsins verða enn betri. Eins óskum við eftir skráningum þeirra bænda sem hugsa sér að koma með hrúta og erum við spennt að heyra frá ykkur. Þið getið haft samband við Nönnu í síma 8688647 / 4621288 og á netfangið nannast@internet.is. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að mæta með hrútana ykkar á Hrútadaginn í ár :)
31.08.2015

Ferðaþjónusta opnar á Felli

Í sumar hafa hjónin á Felli í Bakkafirði, Reimar Sigurjónsson og Dagrún Þórisdóttir unnið að því að setja upp smáhýsi sem leigt verður út. Stefnan er sett á að fá annað hús næsta sumar og sjá svo hvernig málin þróast. Þau stefna einnig að því að geta farið í einhverja veitingaþjónustu fyrir gestina og geta þá notað heimaafurðir, en þau búa með sauðfé, geitur, hesta, hunda, hænur og gæsir.
28.08.2015

Gangnaseðill Langanesbyggðar 2015

Gangaseðill Langanesbyggðar 2015 hefur verið samþykktur.
27.08.2015

Eyðibýlahringur á Langanesi

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu um svokallaðan eyðibýlahring á Langanesi næsta laugardag, 29. ágúst. Fræðst verður um sögu bæjanna og byggðarinnar, umhverfið og fjöllin.
25.08.2015

Réttardagar og gangnaseðill

Eftirtaldir réttardagar hafa verið ákveðnir og gangnaseðill mun birtast í lok vikunar og verður póstlagður á fimmtudag.
14.08.2015

Sléttugangan 2015

Hin árlega Sléttuganga verður gengin á laugardaginn,15. ágúst nk.
12.08.2015

Atvinna í boði

Langanesbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í 20% starf við félagslega heimaþjónustu á Bakkafirði.
11.08.2015

Augnlæknir

Margrét Loftsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslunni á Þórshöfn miðvikudaginn 9. september n.k. Tímapantanir í síma 464-0600
10.08.2015

Skemmtilegar yfirlitsmyndir af Þórshöfn

Þessar skemmtilegu myndir voru teknar úr þyrlu í dag en myndasmiðir voru þau Karen Rut og Óli Birgir sem fengu smá útsýnisflug með veiðimönnum sem eru leigutakar í Hölkná í sumar. Gaman að sjá þorpið frá þessu sjónarhorni.