Fara í efni

Yfirlit frétta

06.03.2015

Kjör oddvita og varaoddvita

Á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í dag fór fram kjör oddvita og varaoddvita. Siggeir Stefánsson var kjörinn oddviti með 4 atkvæðum og Reynir Atli Jónsson var kjörinn varaoddviti með 4 atkvæðum.
05.03.2015

Aukafundur í sveitarstjórn

19. aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn föstudaginn 6. mars 2015 og hefst kl 14:00
04.03.2015

Ungir bændur í Þistilfirði

Eins og kunnugir vita þá hefur mikil endurnýjun átt sér stað í landbúnaði á svæðinu öllu og er yngsti meðalaldur bænda á landinu í Þistilfirði. Hér er skemmtilegt innslag frá N4 þar sem talað er við oddvita Svalbarðshrepps. Fyrir fróðleiksfúsa þá var árið 2010 var gerð viðtalsrannsókn við unga bændur í Þistilfirði sem finna má hér á pdf.
03.03.2015

Sagnaminningar á Nausti

Rifjaðar verða upp sagnaminningar á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00. Allir aldurshópar velkomnir að koma og segja sínar sögur.
02.03.2015

Fréttainnslag frá þorrablóts undirbúningi á Bakkafirði

Skemmtilegt myndbrot og viðtal við Dagrúnu á Felli, sem er skelegg eins og vanalega. N4 sjónvarpsstöðin var á ferðinni og hér má sjá myndbrotið.
02.03.2015

Fundargerðir nefnda

Síðustu fundargerðir nefnda eru nú aðgengilegar á heimasíðu Langanesbyggðar
27.02.2015

Góð skemmtun að læra á bókasafninu

"Grettir Ásmundarson var fríður maður sýnum, breiðleitur, skammleitur og rauðhærður" Þetta vita nemendur í 3. og 4.bekk við Grunnskólann á Þórshöfn en þau læra nú íslendingasögur í bókasafninu hjá Líneyju.
27.02.2015

"Hústökufólk" í næsta nágrenni

Er ekki ágætt að fara inní helgina með skemmtilegu myndbroti frá starfi eldriborgara á Raufarhöfn sem segjast vera hústökufólk, komin með leið af því að hafa ekkert að gera. Sjónvarpsstöðin N4 voru á ferðinni á svæðinu nýlega og hér má sjá viðtalið. /GBJ
27.02.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar nr. 18
26.02.2015

Öryggi í umferðinni

Ágætis áminning til okkar allra. Á undanförnum árum hefur athyglisverður árangur náðst í umferðaröryggismálum. Það má þó aldrei slaka á þó vel hafi tekist til og því er mikilvægt að benda á tvö atriði sem tengjast öryggi barna okkar í umferðinni. Þrátt fyrir að nú sé daginn tekið að lengja er enn myrkur þegar börn á skólaaldri eru á ferðinni. Því er mikilvægt að nota endurskinsmerki á yfirhafnir, ekki síður hjá fullorðna fólkinu sem með því sýnir gott fordæmi. Sjónarhorn ökumanna er annað en gangandi og hjólandi vegfarenda þegar ferðast er um í myrkri. Ökumenn sjá ekki aðra vegfarendur úr fjarlægð nema að þeir noti ljós og/eða gott endurskin. Þá er einnig þörf á að skerpa á reglum um að börn undir 150 cm. á hæð mega ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er öryggispúða. Að sjálfsögðu eiga allir farþegar í bílum einnig að vera spenntir í belti, líka þegar farið er um stuttan veg. Verum upplýst og örugg í umferðinni