Fara í efni

Yfirlit frétta

19.05.2015

Ganga um klukkutíma á dag

Þessir heiðursmenn, Auðunn Haraldsson og Sigtryggur Þorláksson, voru á röltinu í góða veðrinu nú fyrir hádegi. Þeir segjast ganga um klukkutíma á dag þó þeir stoppi nú kannski á leiðinni og hvíli sig eitthvað. Sigtryggur sagði að þetta væri nú svo sem ekki það merkilegt, þeir hefðu ekkert annað að gera. Í vetur voru þeir oft á gangi þrátt fyrir kulda og snjó og eru bæjarbúum ágætis áminning um hvað hreyfingin er holl. Það er nú gaman að segja frá því að samanlagður aldur þeirra er 174 ár en þeir eru báðir fæddir í október 1928 með aðeins þriggja daga millibili og verða því báðir 87 ára á þessu ári.
19.05.2015

Hlutastarf í Sauðaneshúsi

Auglýst er eftir starfsmanni til að vinna aðra hvora helgi
19.05.2015

Háskólalestin

Vísindaveisla í Þórsveri laugardaginn 23.maí
18.05.2015

Skemmtilegir tónleikar í kirkjunni

Á laugardaginn var kór Egilsstaðakirkju með tónleika í Þórshafnarkirkju. Spilað var á píanó og þverflautu í mörgum lögum en lagavalið er mjög fjölbreytt hjá þeim allt frá sálmum yfir í létt rokk. Tónleikarnir voru frábærir og góð skemmtun. Á milli laga sagði kórstjórinn stuttlega frá hverju lagi fyrir sig og var skemmtilegt og bjart yfirbragð á kór og kórstjóra.
18.05.2015

Flokksstjóri óskast

Auglýst er eftir flokksstjóra við vinnuskólann á Þórshöfn í sumar
15.05.2015

Slökkvilið Langanesbyggðar auglýsir

Hleðsla og þjónusta slökkvitækja
13.05.2015

Langaneshlaup UMFL

Fimmtudaginn 14 .maí n.k.verður hið árlega Langaneshlaup UMFL. Þar geta ALLIR verið með því það er í góðu lagi að labba, skokka, hlaupa eða hjóla. Mældar verða vegalengdirnar 1,5km, 3km, 5km, 7km, 10km, 15km og hálft maraþon eða 21,2km. Ræst verður frá íþróttahúsinu kl.10:00 í 15km og 21.2km og kl. 10:30 fyrir allar hinar vegalengdirnar. Ekkert þátttökugjald og allir fá verðlaunapening í viðurkenningarskyni og smá hressingu í lokinn. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að eiga frábæran dag saman sem byrjar á úti hreyfingu og jafnvel að skella sér í sund á eftirJ ATH:foreldrar eru hvattir til að koma með yngri börnum til að passa upp á að þau fari ekki of langt og komist aftur til baka Vonumst til að sjá sem flesta og ALLIR eru velkomnirJ Stjórn UMFL
10.05.2015

Fundur í sveitarstjórn

24. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 12. maí 2015 og hefst kl 17:00
09.05.2015

Frábærir vortónleikar hjá tónlistarskólanum

Í dag voru vortónleikar tónlistarskólans haldnir í Þórsveri og hreint út sagt frábært að sjá hversu öflugt starfið er í skólanum. Spilað var á alls kyns hljóðfæri og leggur Kadri tónlistarkennari mikið uppúr samspili. Lokalögin spiluðu allir krakkarnir saman og voru Kadri færðar þakkir fyrir vetrarstarfið frá foreldrum sem og skólastjóra .
08.05.2015

Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í Sauðaneshúsinu

Í dag var undirritaður formlegur samstarfssamningur á milli Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Sauðanesnefndar, þar sem sýningin í Sauðaneshúsi og rekstur safnsins heyra nú undir starfssemi Menningarmiðstöðvarinnar. Mikil ánægja er með samstarfið bæði hjá heimamönnum og forsvarsmönnum menningarmiðstöðvarinnar. Eftir sem áður á Þjóðminjasafn Íslands húsið sjálft en munirnir sem eru á safninu tilheyra því og verða ekki færðir annað. Elías sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Sauðanesnefndar og var nefndinni þakkuð fyrir vel unnin störf undanfarin ár. Það er þó stefnt að því að heimamenn komi að safninu og stefnumótun í gegn um Menningarmiðstöðina og hollvinasamtök hússins.