Fara í efni

Yfirlit frétta

19.03.2015

Geir ÞH kominn heim úr Breiðafirðinum

Þá eru þeir komnir heim aftur "Geirfuglarnir" okkar eftir fengsæla vertíð í Breiðafirðinum. Þó vertíðin hafi verið vindasöm þá fiskuðust um 440 tonn af þorski enda fiskeríið svo mikið að netin eru ekki látin liggja nema 2-8 tíma. Nú tekur við veiði í Þistilfirðinum og svo netarall eftir það.
18.03.2015

Glæsilegur hópur í skólahreysti

Í síðustu viku fór vaskur hópur ungmenna frá Þórshöfn og Bakkafirði að keppa í skólahreysti. Krakkarnir stóðu sig með prýði og voru í 5. sæti í sínum riðli sem eru skólar á Norðurlandi utan Akureyrar. Alls voru 6 krakkar í liðinu sem þjálfuðu fyrir keppnina, fjórir aðalmenn og tveir til vara. Nokkur hópur stuðningsmanna fór með og var okkar litur í ár bleikur, eins og sjá má á þessum myndum sem eru af heimasíðu skólahreystis og einnig frá Valgerði Sæmundsdóttir en hún og Þorsteinn Ægir þjálfa liðið. /GBJ
17.03.2015

Páskabingó á Nausti

Páskaeggjabingóið árlega á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn verður haldið snemma þetta árið. Nánar tiltekið fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00. Spjöldin kosta ekkert, það eru bara fráls framlög í GULA GRÍSINN á staðnum.
13.03.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar frá 12. mars 2015
11.03.2015

Rafmagnslaust vegna viðgerðar

Vegna viðgerðar Landsnets á Kópaskerslínu má búast við rafmagnsleysi í nótt, aðfaranótt 12. mars á Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði auk nágrannasveita, frá miðnætti til kl. 2:30. Reynt verður að keyra varaafl eftir bestu getu.
10.03.2015

Fundur í sveitarstjórn

20. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 12. mars 2015 og hefst kl 17:00
10.03.2015

Skemmtileg helgi 21. - 22. mars

Helgin 21. - 22. mars verður tileinkuð handverki og ferðaþjónustu á svæði Norðurhjara. Á laugardeginum verður flottur fyrirlestur hjá Hugrúnu Ívarsdóttur, eiganda Laufabrauðssetursins á Akureyri þar sem hún fjallar um uppbyggingu sína á fyrirtækinu og hönnunarmarkað á Íslandi í dag. Bendum á að þeir sem vilja skrá sig með sýningarbás á sunnudeginum þurfa að hafa samband við Mirjam núna í vikunni.
06.03.2015

Kjör oddvita og varaoddvita

Á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í dag fór fram kjör oddvita og varaoddvita. Siggeir Stefánsson var kjörinn oddviti með 4 atkvæðum og Reynir Atli Jónsson var kjörinn varaoddviti með 4 atkvæðum.
05.03.2015

Aukafundur í sveitarstjórn

19. aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn föstudaginn 6. mars 2015 og hefst kl 14:00
04.03.2015

Ungir bændur í Þistilfirði

Eins og kunnugir vita þá hefur mikil endurnýjun átt sér stað í landbúnaði á svæðinu öllu og er yngsti meðalaldur bænda á landinu í Þistilfirði. Hér er skemmtilegt innslag frá N4 þar sem talað er við oddvita Svalbarðshrepps. Fyrir fróðleiksfúsa þá var árið 2010 var gerð viðtalsrannsókn við unga bændur í Þistilfirði sem finna má hér á pdf.