Fara í efni

Yfirlit frétta

10.11.2014

Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Í gildi er deiliskipulag fyrir Stórholt og Háholt. Þessi óverulega deiliskipulagsbreyting felur í sér að lóð nr 2 við Háholt minnkar úr 2132 m2 í 1464,5 m2. Jafnframt breytist afmörkun svæðisins þannig að skipulagssvæði minnkar sem nemur minnkun lóðarinnar. Breytingin er gerð með skriflegu samþykki lóðareiganda. Eldra skipulag er að öðru leyti enn í gildi.
07.11.2014

Norræna bókasafnavikan

Norræna bókasafnavikan hefst mánudaginn 10. nóvember. Þá safnast börn og fullorðnir saman í 18. skipti í skólum og á bókasöfnum á öllum Norðurlöndum til að hlusta á upplestur á norrænum bókmenntum en lesturinn hefst í útvarpinu kl. 9 um morguninn fyrir börn og unglinga. Textinn fyrir fullorðna er svo lesinn í útvarpinu kl. 19 sama dag og þá verður kveikt á útvarpinu í bókasafninu. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ en lesið er úr tveimur barnabókum um morguninn; „Skrímslaerjur“ og „Eyjan hans Múmínpabba.“
07.11.2014

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 5. nóvember 2014
06.11.2014

Vinavika á leikskólanum

Þau voru heldur flott litlu krílin á Seli þegar þau töltu um bæinn áðan og útdeildu vinahjörtum. Ekki létu þau rigningu og rok mikið á sig fá enda líklega mun meira úti í alls kyns veðrum heldur en margir aðrir. Sella og Dúa tóku vel á móti þeim í sjoppunni, aðeins einn slapp í nammibarinn og svo héldu þau áfram sína leið, allir halda í bandið og passa sig á bílunum. Fallegur boðskapur sem yljar í haustkuldanum. /GBJ
04.11.2014

Jólamarkaðurinn á Þórshöfn

Hinn árlegi jólamarkaður verður á Þórshöfn 8. nóvember 2014 í íþróttahúsinu Veri, frá 13-19.
04.11.2014

Spilakvöld á Nausti

Spilakvöld verður haldið á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20:00. Spiluð verður félagsvist með gleðina að leiðarljósi og eru allir velkomnir, ungir og gamlir.
28.10.2014

Smákökusamkeppni

Á Jólamarkaðinum á Þórshöfn sem verður í íþróttahúsinu laugardaginn 8. nóvember n.k. verður efnt til smákökusamkeppni. Lumar þú á bestu smákökunum?
28.10.2014

Starfsmaður óskast í áhaldahúsið á Bakkafirði

Starfsmaður óskast í áhaldahúsið á Bakkafirði. Áhaldahús á Bakkafarði er útstöð frá áhaldahúsi Langanesbyggðar á Þórshöfn. Starfið felur í sér um umhirðu og viðhald fasteigna sveitarfélagsins ásamt og að annast hafnarvörslu við Bakkafjarðarhöfn.
28.10.2014

Leikskólakennari óskast við leikskóladeild Grunnskólans á Bakkafirði

Leikskólakennari óskast við leikskóladeild Grunnskólans á Bakkafirði. Auglýst er eftir skapandi, fjölhæfum og jákvæðum einstakling til starfa við nýja leikskóladeild Grunnskólas á Bakkafirði, um er að ræða 100% starf.
27.10.2014

Fundur í sveitarstjórn

11. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Menntasetrinu miðvikudaginn 29. október 2014 og hefst kl 17:00