Fara í efni

Yfirlit frétta

16.12.2014

Gámasvæðið lokað í dag 16. desember

Gámasvæðið á Þórshöfn verður lokað í dag, 16 desember vegna snjóþyngsla.
12.12.2014

Jólatréssölunni í Ásbyrgi flýtt um 1 dag

Vegna slæmrar veðurspár hefur jólatréssölunni í Ásbyrgi verið flýtt til laugardagsins 13. desember. Allt annað verður óbreytt; tímasetning, söluaðilar o.s.frv. Gerum góða ferð í Ásbyrgi á morgun!
12.12.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn 11. desember 2014
12.12.2014

Bátadagur í sundlauginni í dag

Bátadagur í sundlauginni í dag 12. desember frá klukkan 15:00-19:00. Krakkar og ungir í anda mega koma með uppblásin leik og flottæki af öllum stærðum í laugina.
12.12.2014

Gjöf til bókasafnsins á Þórshöfn

Sparisjóður Norðurlands og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga heiður skilinn fyrir stuðning við lestrarhesta í byggðinni. Bókasafnið leitaði liðsinnis þeirra fyrir skömmu til að geta aukið við bókakost því nýjar bækur örva alltaf lestraráhugann. Þessar frábæru stofnanir gáfu samtals 100.000 krónur til bókakaupa og senda ungir sem gamlir bókaormar þeim alúðarþakkir fyrir stuðninginn.
12.12.2014

Fundargerðir atvinnu, menningar og ferðamálanefndar

Fundargerðir 3. og 4. fundar atvinnu-, menningar og ferðamálanefndar Langanesbyggðar
09.12.2014

Fundur í sveitarstjórn

14. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 11. desember 2014 og hefst kl 17:00
09.12.2014

Grunnskólum í Langanesbyggð frestað til kl.10.00

Grunnskólanum á Þórshöfn er frestað til kl.10.00 og athuga á með skólahald kl.10.00 á Bakkafirði fyrir nemendur úr þorpinu en nemendur dreifbýlisins þar verða í fríi
07.12.2014

Hugljúf aðventuhátíð

Það var hugljúf stund í Þórshafnarkirkju í dag þar sem börnin spiluðu stórt hlutverk. Helgileikur var fluttur af 10-12 ára börunum, fermingarbörnin lásu ritningarvers og kórinn söng nokkur lög ásamt börnunum. Nokkrar myndir af þessari fallegu stund. /GBJ
04.12.2014

Fallegur vetrardagur

Það var fallegt vetrarveður á Þórshöfn í dag og eflaust mörg börn sem hafa verið kát í morgun að sjá hvíta jörð. Haustið hefur verið mjög gott á eftir sérstaklega góðu sumri. Nú eru bara spurningin sem margir velta fyrir sér þegar nær dregur að jólum, verða þau rauð eða hvít. Nokkrar myndir sem teknar voru í dag. /GBJ