04.12.2014
Það var fallegt vetrarveður á Þórshöfn í dag og eflaust mörg börn sem hafa verið kát í morgun að sjá hvíta jörð. Haustið hefur verið mjög gott á eftir sérstaklega góðu sumri. Nú eru bara spurningin sem margir velta fyrir sér þegar nær dregur að jólum, verða þau rauð eða hvít. Nokkrar myndir sem teknar voru í dag. /GBJ