18.07.2014
Í morgun voru sett upp söguskilti við hafnargarðinn á Þórshöfn en það er afrakstur verkefnis sem Þekkingarnet Þingeyinga hefur unnið að í þrjú ár. Þar má sjá gamlar ljósmyndir úr þorpinu, myndir af gömlum húsum og lesa um helstu atriði sjávarútvegs á Þórshöfn. Klukkan fjögur í dag mun Gréta Bergrún vera við skiltin og svara fyrirspurnum þeirra sem vilja, en hún hefur unnið að því að safna ljósmyndum og söguupplýsingum fyrir verkefnið. Síðar mun einnig koma út götukort með fleiri húsamyndum þar sem hægt er að ganga um þorpið með myndir af gömlum húsum sem eru horfin og einnig þeim sem hafa verið endurgerð. Vonum að heimamenn hafi gaman af og njóti afraksturs þeirrar miklu vinnu sem liggur í svona verkefni./GBJ