Fara í efni

Yfirlit frétta

25.08.2014

Fundargerðir nefnda

Síðustu fundargerðir landbúnaðarnefndar, fræðslunefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar má nálgast hér
22.08.2014

Grunnskólinn á Þórshöfn settur í blíðskaparveðri

Það viðraði heldur vel þegar Grunnskólinn á Þórshöfn var settur í dag í skúðgarðinum
20.08.2014

Árskort í sund fyrir 6-16 ára

Frá og með 1. september 2014 hefst gjaldtaka fyrir börn 6-16 ára í sund.
20.08.2014

Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar

Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar Langanesbyggðar 19. ágúst 2014
20.08.2014

Þekkingarnetið óskar eftir betri svörun

Fyrr í sumar sendi Þekkingarnet Þingeyinga út samfélagsrannsóknina Þjónustusókn og samfélagsábyrgð á Norðausturlandi. Svörun var frekar dræm og eru íbúar því hvattir til að svara kallinu. Fyrir þá sem hafa sett svarblöðin í grænu tunnuna þá má svara beint á þessari vefslóð: https://www.surveymonkey.com/s/BDPYHSD
18.08.2014

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa

Eftirtaldar stöður eru lausar til umsókna og er um fullt starf að ræða: ◾Íþrótta og sundkennari ◾List og verkgreinakennari ◾Kennsla á elsta stigi ◾Kennari í kennsluteymi 1. – 4. bekkjar með umsjón í 1. og 2. bekk.
18.08.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar 14. ágúst 2014
15.08.2014

Sigurður VE landar fyrsta farmi á Þórshöfn

Það var skemmtileg sjón að horfa á nýjasta skip Ísfélags Vestmannaeyja sigla inn í höfnina rétt í þessu en það er Sigurður VE 15. Á morgum laugardag býðst heimamönnum að skoða skipið og þiggja léttar veitingar frá kl 11-14. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður kemur til Þórshafnar en aðeins nokkrar vikur eru síðan skipið kom til landsins. Um borð voru um 350 tonn af makríl og gleðjast því margir eftir nokkurra daga vaktastopp, skólakrakkarnir sérstaklega að ná nokkrum fleiri vöktum áður en haldið er aftur í skólann. Við hvetjum heimamenn til að mæta á morgun og skoða þetta glæsilega skip. /GBJ
15.08.2014

Þau fóru til Ameríku

Vestur-Íslendingurinn Sunna Olafson Furstenau sunnudaginn 17.ágúst kl.19.30
14.08.2014

Gangnaseðill í Langanesbyggð

Á fundi landbúnaðarnefndar Langanesbyggðar þann 13. ágúst var skrifað undir gangnaseðilinn og verður hann póstlagður í dag.