Fara í efni

Yfirlit frétta

22.07.2014

Vinjettur X - eftir Ármann Reynisson

Ármann Reynisson rithöfundur kíkti við á Kátum dögum og las upp úr nokkrum verkum sínum. Í bókinni hans Vinjettur X er að finna sögur frá 1850 til fyrsta áratugs 21. dar og eru nokkrar sögur frá Þórshöfn. Bókasafnið festi kaup á bókinni og geta áhugasamir nálgast hana þar.
18.07.2014

Söguslóðarskilti kynnt klukkan fjögur í dag

Í morgun voru sett upp söguskilti við hafnargarðinn á Þórshöfn en það er afrakstur verkefnis sem Þekkingarnet Þingeyinga hefur unnið að í þrjú ár. Þar má sjá gamlar ljósmyndir úr þorpinu, myndir af gömlum húsum og lesa um helstu atriði sjávarútvegs á Þórshöfn. Klukkan fjögur í dag mun Gréta Bergrún vera við skiltin og svara fyrirspurnum þeirra sem vilja, en hún hefur unnið að því að safna ljósmyndum og söguupplýsingum fyrir verkefnið. Síðar mun einnig koma út götukort með fleiri húsamyndum þar sem hægt er að ganga um þorpið með myndir af gömlum húsum sem eru horfin og einnig þeim sem hafa verið endurgerð. Vonum að heimamenn hafi gaman af og njóti afraksturs þeirrar miklu vinnu sem liggur í svona verkefni./GBJ
18.07.2014

Kátir dagar 2014

Hér má sjá dagskrá Kátra daga
17.07.2014

Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra Langanesbyggðar

Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra
16.07.2014

Úrslit kosninga um kjarasamning sveitarfélaga

Kjörstjórn V.Þ. hefur talið atkvæði úr kosningu um kjarasamning
15.07.2014

Kosning um kjarasamninga við sveitarfélög

Skrifstofa VÞ er opin miðvikudag 9-12
15.07.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar fimmtudaginn 10. júlí 2014
15.07.2014

Sumardagar á Langanesinu

Veðrið hefur verið hið ágætasta síðustu daga og fjöldi ferðamanna eykst dag frá degi. Vertarnir á Bárunni og Grillskálanum segja nóg vera að gera þessa dagana og þónokkur umferð verið í Sauðaneshúsinu. Þrátt fyrir að landsmiðlarnir miðli rigningarfréttum og rigningarspám fyrir "alla" landsmenn þá virðist sólin vera á öðru máli.
11.07.2014

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum til starfa. Helstu kennslugreinar: Íslenska, stærðfræði, náttúrufræði og tungumál Umskóknir, einkunnir og starfsferilskrá skal senda til skólastjóra fyrir 18. júlí 2014.
10.07.2014

Fundarboð - starfsmenn sveitarfélaga

Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar, fundur í Íþróttahúsi 14/07 kl.17