Fara í efni

Yfirlit frétta

08.07.2014

Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar

Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn 1. júlí 2014
08.07.2014

Fundur í sveitarstjórn

4. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri fimmtudaginn 10. júlí 2014 og hefst kl 17:00
07.07.2014

Hjólaði til styrktar langveikum börnum

Í dag hjólaði Stefanía Margrét Reimarsdóttir frá Bakkafirði til Þórshafnar til styrktar Hetjunum - félagi langveikra barna á Norðurlandi. Hún lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir mikla rigningu og kláraði þetta með prýði. Þeir sem vilja heita á Stefaníu geta haft samband við hana eða foreldra hennar í síma 4731696 eða lagt beint inná reikning hennar 0565-26-2770 kt: 130500-2770
04.07.2014

Umsjónarmaður með heiðargirðingu óskast

Umsjónarmaður með heiðargirðingunni frá Kverká að Finnafirði óskast. Nánari upplýsingar gefur Sirrý í síma 468-1220 eða á netfangið sirry@langanesbyggd.is
04.07.2014

“Langanes er ekki ljótur tangi”

Myndlistarsýning í Sauðaneshúsi alla daga til 16. júlí frá 11-17. Sýningin heitir "Langanes er ekki ljótur tangi" og listamaðurinn Hildur Ása Henrýsdóttir en hún var að ljúka fyrsta árinu í Listaháskóla Ísland og fékk styrk frá sjóðnum "Aftur heim" sem veitir ungum brottfluttum Þingeyingum styrki til að fara heim og dvelja þar í einhvern tíma við verkefnavinnu.
02.07.2014

Holræsabíll í næstu viku

Holræsabíllinn verður á ferðinni í næstu viku (7.-11 júlí) Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eru hvattir til að hafa samband í síma 863-5198 sem fyrst.
01.07.2014

Áheitasöfnun

Stefanía Margrét Reimarsdóttir ætla að hjóla frá Bakkafirði til Þórshafnar (44. km) mánudaginn 7. júlí. Til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna á Norðurlandi.
27.06.2014

Málefnasamningur L-listans og N-listans

Þann 27. júní 2014 skrifuðu Framtíðarlistinn (L-listinn) og Nýtt afl (N-listinn) undir málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Langanesbyggðar 2014-2018
26.06.2014

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum til starfa. Helstu kennslugreinar: Íslenska, stærðfræði, náttúrufræði og tungumál Umskóknir, einkunnir og starfsferilskrá skal senda til skólastjóra fyrir 1. júlí 2014.
24.06.2014

Starf sveitarstjóra laust til umsóknar

Langanesbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan, hugmyndaríkan og kraftmikinn einstakling í starf sveitarstjóra