Í dag hjólaði Stefanía Margrét Reimarsdóttir frá Bakkafirði til Þórshafnar til styrktar Hetjunum - félagi langveikra barna á Norðurlandi. Hún lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir mikla rigningu og kláraði þetta með prýði.
Þeir sem vilja heita á Stefaníu geta haft samband við hana eða foreldra hennar í síma 4731696 eða lagt beint inná reikning hennar 0565-26-2770
kt: 130500-2770
Umsjónarmaður með heiðargirðingunni frá Kverká að Finnafirði óskast. Nánari upplýsingar gefur Sirrý í síma 468-1220 eða á netfangið sirry@langanesbyggd.is
Myndlistarsýning í Sauðaneshúsi alla daga til 16. júlí frá 11-17. Sýningin heitir "Langanes er ekki ljótur tangi" og listamaðurinn Hildur Ása Henrýsdóttir en hún var að ljúka fyrsta árinu í Listaháskóla Ísland og fékk styrk frá sjóðnum "Aftur heim" sem veitir ungum brottfluttum Þingeyingum styrki til að fara heim og dvelja þar í einhvern tíma við verkefnavinnu.
Holræsabíllinn verður á ferðinni í næstu viku (7.-11 júlí) Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eru hvattir til að hafa samband í síma 863-5198 sem fyrst.
Stefanía Margrét Reimarsdóttir ætla að hjóla frá Bakkafirði til Þórshafnar (44. km) mánudaginn 7. júlí. Til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna á Norðurlandi.
Þann 27. júní 2014 skrifuðu Framtíðarlistinn (L-listinn) og Nýtt afl (N-listinn) undir málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Langanesbyggðar 2014-2018
Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum til starfa.
Helstu kennslugreinar: Íslenska, stærðfræði, náttúrufræði og tungumál
Umskóknir, einkunnir og starfsferilskrá skal senda til skólastjóra fyrir 1. júlí 2014.