Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sveitarstjórnar í dag að ráða Elías Pétursson í stöðu sveitarstjóra Langanesbyggðar. Elías hefur unnið síðustu misseri sem ráðgjafi hjá Mosfellsbæ.
Elías er fæddur á Þórshöfn og á ættir sínar að rekja í Skála en er búsettur í Mosfellsbæ. Elías er fráskilinn og á þrjá syni.
Elías er boðinn velkominn til starfa en hann mun hefja störf um miðjan ágúst n.k.
Það er óhætt að mæla með Forystufjársetrinu á Svalbarði en safnið er einstakt á heimsvísu. Fyrir utan fróðleik um forystuféð er ýmis varningur til sölu, myndlistarsýning og kaffihús
Ferðamaður á Langanesi týndi talstöð. Líklegast er að hann hafi misst hana á Skálum, annað hvort við grafreitinn eða við lækinn hjá litla timburhúsinu þar sem gönguleiðin byrjar.
Eitt af fjölmörgu sem íbúar og gestir fengu notið á Kátum dögum voru góðar súpur. Það voru þær Aneta, Heiðrún, Hrafngerður og Líney sem sáu um súpugerðina og buðu heim
Tónlistarkonan Hafdís Huld er á ferðalagi um landið til þess að fagna útgáfu sinnar þriðju sólóplötu Home. Á dagskránni eru lög af sólóplötum Hafdísr Huldar sem og vel valin íslensk lög.
Hafdís Huld og Alisdair verða með tónleika í Langanesbyggð og Norðurþingi. Tónleikarnir í Langanesbyggð verða þann 29. júlí á Bárunni á Þórshöfn og hefjast kl 21.00