11.06.2014
Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Reiturinn sem deiliskipulagið nær yfir afmarkast af Langanesvegi í vestri, íbúabyggð við Pálmholt í norðri, íbúabyggð við Austurveg í suðri en austurmörk svæðisins fylgja útmörkum fótboltavallar og fyrirhugðu vegstæði tengibrautar skv. Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Skipulagssvæðið er um 6.23 ha að stærð.