Vegna viðgerðar á vatnslögn í holtinu er gatan einbreið á stuttum kafla. Nú fer veður versnandi og skyggni er lítið og því skapast hætta við þessar aðstæður. Ökumönnum er bent á að mögulegt er að keyra Bakkaveginn til að komast framhjá þessum einbreiða kafla. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þessu fylgir.
Vegna bilunar á vatnslögn verður vatnslaust eftir kl 21:30 í Vesturvegi og Austurvegi og Norðan við þær götur á Þórshöfn um óákveðinn tíma meðan unnið er að viðgerð.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu fylgir. Starfsmenn Áhaldahúss Langanesbyggðar.
Þekkingarnet Þingeyinga hefur gefið út árlega skýrsla Þekkingarnetsins um fólksfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum og við Bakkaflóa. Viðvarandi fækkun er í öllum sveitarfélögum síðustu 10 ár nema í Langanesbyggð þar sem ekki hefur orðið marktæk fækkun íbúa. Skýrsluna má finna hér: http://www.hac.is/rannsoknir/utgefid-efni/