Fara í efni

Yfirlit frétta

18.03.2014

Fundur í sveitarstjórn

100. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar 2014 verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2014, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri.
18.03.2014

Íbúar á Þórshöfn athugið

Vegna viðgerðar á vatnslögn í holtinu er gatan einbreið á stuttum kafla. Nú fer veður versnandi og skyggni er lítið og því skapast hætta við þessar aðstæður. Ökumönnum er bent á að mögulegt er að keyra Bakkaveginn til að komast framhjá þessum einbreiða kafla. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þessu fylgir.
14.03.2014

Vatnið komið í lag

Viðgerð er lokið í bili
13.03.2014

Vatnslaust í Vesturvegi/Austuvegi og norðan við þær götur

Vegna bilunar á vatnslögn verður vatnslaust eftir kl 21:30 í Vesturvegi og Austurvegi og Norðan við þær götur á Þórshöfn um óákveðinn tíma meðan unnið er að viðgerð. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu fylgir. Starfsmenn Áhaldahúss Langanesbyggðar.
13.03.2014

Glæsilegur árangur grunnskólanemenda Langanesbyggðar í Skólahreysti

Glæsilegur hópur grunnskólanemenda úr Langanesbyggð kepptu í skólahreysti í gær og urðu í 4 sæti í sínum riðli. Flottur árangur, til hamingju krakkar
10.03.2014

Fjöldi íbúa í Langanesbyggð svipaður og fyrir 10 árum

Þekkingarnet Þingeyinga hefur gefið út árlega skýrsla Þekkingarnetsins um fólksfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum og við Bakkaflóa. Viðvarandi fækkun er í öllum sveitarfélögum síðustu 10 ár nema í Langanesbyggð þar sem ekki hefur orðið marktæk fækkun íbúa. Skýrsluna má finna hér: http://www.hac.is/rannsoknir/utgefid-efni/
10.03.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar þann 6. mars 2014
10.03.2014

Fundargerð fræðslunefndar

Fundargerð fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn þann 4. mars 2014
10.03.2014

Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar

Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar Langanesbyggðar haldinn þann 3. mars 2014
06.03.2014

Fundarboð VÞ - starfsmenn sveitarfélagsins

Verkalýðsfélag Þórshafnar boðar til félagsfundar með starfsmönnum sveitarfélaga mánudaginn 10. mars kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni.