Fara í efni

Yfirlit frétta

23.04.2014

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa

Kennslugreinar eru helstar: Íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræðikennsla á unglingastigi. Umsóknir og starfsferilsskrá skal senda til skólastjóra fyrir 7. maí 2014.
23.04.2014

Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar

Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar Langanesbyggðar haldinn 22. apríl 2014
22.04.2014

Aukafundur í sveitarstjórn Langanesbyggðar 23.apríl

Boðað er til aukafundar í sveitarstjórn Langanesbyggðar 23.apríl kl.17.00 í Þórsveri
15.04.2014

Menntasetrið fær styrk til verknámskennslu

Í vetur hefur Menntasetrið unnið að undirbúningi verknámskennslu í framhaldsskóladeildinni en það er samstarfsverkefni á milli Framhaldsskólans á Laugum, Verkmenntaskólans á Akureyri og Þekkingarnets Þingeyinga, að ógleymdum vinnustöðum á Þórshöfn sem taka að sér kennsluna sjálfa. Síðastliðið vor fékkst styrkur úr "Nám er vinnandi vegur" en sá sjóður miðar m.a. að því að styrkja nám í iðngreinum. Sá styrkur var notaður til að vinna alla undirbúningsvinnu fyrir verknámskennsluna og var byrjað með því að leita til vinnustaða á Þórshöfn. Allir hafa tekið mjög vel í þetta og til að byrja með eru það Trésmíðaverkstæðið Brú, Mótorhaus, Hamar og Rafeyri sem taka þátt í verkefninu með Menntasetrinu. Verkmenntaskólinn á Akureyri var sóttur heim og tóku stjórnendur þar mjög vel í erindið. Í áframhaldi var haldið námskeið fyrir starfsfóstrana, en það eru kennarar á vinnustöðum. Þegar búið var að móta verkefnið og ákveða þá áfanga sem hægt verður að kenna var sótt í Spotasjóð fyrir framhaldsskóla en áherslur fyrir árið 2014 voru meðal annars verklegir kennsluhættir. Í síðustu viku bárust þær ánægjulegu fréttir að Sprotasjóður styrkir verkefnið þannig að það komist á framkvæmdarstig á næsta skólaári.
15.04.2014

Kirknaganga á Langanesi

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu á föstudaginn langa
14.04.2014

Heitu pottarnir í páskafríi !

Vegna viðhaldsvinnu verða heitu pottarnir lokaðir
10.04.2014

Ástandsskýrsla fyrir félagsheimilið Þórsver

Unnin hefur verið ástandsskýrsla fyrir félagsheimilið Þórsver á Þórshöfn. Skýrslan er unnin af Almari Eggertssyni hjá Faglausnum.
10.04.2014

Styrktarreikningur

Opnaður hefur verið styrktarreikningur í Sparisjóðnum fyrir Söndru og Oliwiu. Reikningurinn er opinn styrktarreikningur sem öllum er frjálst að leggja inn á til þess að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.
08.04.2014

Skólamiðstöð Langanesbyggðar myndband

Í framhaldi af fundinum sem haldin var nýlega varðandi byggingu á skólamiðstöð á Þórshöfn setjum við hér fram myndband af því hvernig ytra útlit hússins lítur út á þessum tímapunkti. Minnum á að þetta er ennþá á hönnunar og hugmyndastígi og sett fram til upplýsinga fyrir íbúa hér í Langanesbyggð.
07.04.2014

Páskaeggjabingó á Nausti

Páskaeggjabingó verður haldið á Nausti miðvikudaginn 9. apríl 2014 og hefst kl 20:00 Allir velkomnir Starfsfólk og vistmenn Nausts