Nú gefst þér tækifæri til að láta athuga það laugardaginn 1.mars á eftirtöldum stöðum:
Þórshöfn. Í Dvalarheimilinu Nausti kl. 10:00 12:00
Raufarhöfn. Í Dvalarheimilinu Vík kl. 13:00 14:30
Kópaskeri. Í Dvalarheimilinu Mörk kl. 16:00 17:30
Minnum á íbúafundinn um atvinnumál og nýsköpun sem haldinn verður í Matsal íþróttahússins í dag kl 17:00. Íbúar í Langanesbyggð eru hvattir til að mæta .
Markmið laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa þ.a.l. við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.
Haldinn var íbúaþing í maí 2013 þar sem fjallað var um atvinnumál. Langanesbyggð hélt íbúaþingið í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Farið verður í samantekt af þessu íbúaþingi á íbúafundi sem haldinn verður í matsal íþróttahússins fimmtudaginn 13. febrúar n.k. og hefst kl 17:00
Íbúafundur verður haldinn um atvinnumál og nýsköpun og er þetta framhald af Íbúaráðstefnunni sem haldin var í Langanesbyggð í maí 2013. Fundurinn verður haldinn í matsal Íþróttahússins fimmtudaginn 13. febrúar 2014 og hefst kl 17:00.