Fara í efni

Yfirlit frétta

30.04.2014

Úthlutun bjargnytja 2014

Í dag var bjargnytjum 2014 úthlutað á skrifstofu Langanesbyggðar. Alls bárust 8 umsóknir.
30.04.2014

Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2014

Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 31. maí 2014. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.
30.04.2014

Ganga á Gunnólfsvíkurfjall

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu með gestabók á Gunnólfsvíkurfjall við Bakkaflóa. Gengið verður á fjallið þann 3. maí n.k. Lagt upp frá keðjunni á veginum upp á fjallið kl. 11:00. Gunnólfsvíkurfjall hefur verið tilnefnt í verkefnið „Fjölskyldan á fjallið“ þetta árið.
28.04.2014

Samfélag fyrir alla - 1 maí

Fimmtudaginn 1 .maí n.k. ætla UMFL og Verkalýðsfélag Þórshafnar að halda upp á daginn með ykkur.
28.04.2014

Bjargnytjar 2014

Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Langanesbyggðar fyrir miðvikudaginn 30. apríl nk. kl.10:00 og verður dregið úr umsóknum að viðstöddum þeim umsækjendum sem þess óska kl. 12.00 sama dag.
28.04.2014

Fundur í sveitarstjórn

103. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar 2014 verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri.
23.04.2014

Skipulagslýsing samþykkt

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 23. apríl 2014 skipulagslýsingu vegna deiliskipulags dags. 11. apríl 2014. Skipulagslýsingin er einn þáttur í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir skóla- og íþróttamiðstöð við Langanesveg á Þórshöfn. Skipulagslýsinguna má nálgast á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn eða með því að smella hér.
23.04.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn þann 23. apríl 2014
23.04.2014

Opnun á Útsýnispallinum við Stóra Karl frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að fresta opnun á Útsýnispallinum við Stóra Karl um óákveðinn tíma og verður formleg opnun því ekki þann 3. maí eins og stefnt var að. Pallurinn mun verða settur upp í byrjun maí og dagsetning á formleg opnun á honum auglýst í kjölfarið.
23.04.2014

Í lífsins gleði og kynning á 12 sporunum

Kvenfélag Þistilfjarðar í samstarfi við KSNÞ, boða til samkomu í safnaðarheimili Þórshafnarkirkju 24. apríl, Sumardaginn fyrsta kl 17:00 þar sem flutt verða tvö erindi. „ Í lífsins gleði“ og kynning á 12 sporunum.