Fara í efni

Yfirlit frétta

24.03.2014

Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar

Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn þann 20. mars 2014
24.03.2014

Langanes er ekki ljótur tangi

Verkefnissjóðurinn Aftur heim úthlutaði nýlega styrkjum til ungra listamanna sem teljast brottfluttir Þingeyingar. Hildur Ása Henrýsdóttir fékk styrk til að koma heim á Þórshöfn í sumar og vinna að verkefninu Langanes er ekki ljótur tangi, en þar vitnar hún í vísu Látra-Bjargar. Í tilkynningu frá sjóðnum segir: Með verkefninu vill Hildur Ása draga fram menningarleg einkenni Þórshafnar og nærumhverfis, ásamt því að gera náttúrunni í kring hátt undir höfði og efla staðarvitund fólks enn frekar. Þessum markmiðum hyggst hún ná með því að starfa á Þórshöfn í mánuð í sumar og mála myndir af svæðinu í anda rómantíkur og impressionisma. Markmið Hildar Ásu er að mála a.m.k. eina mynd daglega. Um mitt sumar verður sýning á afrakstri verkefnisins. Hildur mun hafa aðstöðu í Menntasetrinu en Þekkingarnet Þingeyinga er samstarfsaðili í verkefninu. Gaman að þessu og verður spennandi að sjá afraksturinn. /GBJ
21.03.2014

Nú hittum við í mark

Laugardaginn 22. mars 2014 verður kynning á bogfimi í stóra salnum í Sport-Veri. Kynningin verður frá kl 11:00-12:00 Eftir kynningu getur fólk sest niður og rætt framhaldið, t.d. stofnun félags um íþróttina Sjáumst í Sport-Veri
21.03.2014

Siðareglur í Langanesbyggð

Þann 28. febrúar staðfesti Innanríkisráðuneytið siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Langanesbyggð, sbr. 29. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
21.03.2014

Breyting á Aðalskipulagi staðfest af skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun staðfesti þann 5. mars 2014 breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn Langanesbyggðar þann 5. desember 2013. Niðurstaða sveitar-stjórnar var auglýst 9. desember 2013. Í breytingunni felst að athafnasvæði á Holtinu stækkar um 1,6 ha til austurs þar sem áður var skilgreint íbúðarsvæði af sömu stærð. Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.
21.03.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar þann 20. mars 2014.
20.03.2014

Stefnt að formlegri opnun 3. maí

Smíðin á Útsýnispallinum við Stóra Karl gengur vel og er áætlað að pallurinn verði settur upp í apríl. Stefnt er að hafa formlega opnun á útsýnispallinum þann 3 maí n.k. en það verður auglýst nánar þegar nær dregur. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka daginn frá
18.03.2014

Fundur í sveitarstjórn

100. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar 2014 verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2014, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri.
18.03.2014

Íbúar á Þórshöfn athugið

Vegna viðgerðar á vatnslögn í holtinu er gatan einbreið á stuttum kafla. Nú fer veður versnandi og skyggni er lítið og því skapast hætta við þessar aðstæður. Ökumönnum er bent á að mögulegt er að keyra Bakkaveginn til að komast framhjá þessum einbreiða kafla. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þessu fylgir.
14.03.2014

Vatnið komið í lag

Viðgerð er lokið í bili