25.02.2014
Eins og auglýst var í febrúarnámsvísi Þekkingarnetsins þá verður Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja á Raufarhöfn á vor- og haustönn 2014. Markmiðið er að styðja við handverk og hönnun á svæðinu, einnig að ýta undir framleiðslu minjagripa. Það er ekkert skilyrði að vera starfandi listamaður eða í framleiðslu minjagripa, allir geta tekið þátt. Námsleiðin er 120 kennslustundir og kostar 28 þús. (flest stéttarfélög niðurgreiða námsskeiðsgjöld).