Fara í efni

Yfirlit frétta

27.02.2014

Áríðandi fundur hjá VÞ

Kynning á sáttatillögu og kosningar
25.02.2014

AÐALFUNDUR UMFL

Hinn árlegi og að sjálfsögðu skemmtilegi aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga verður haldinn laugardaginn 1. mars 2014 og verður fundurinn haldinn í matsal íþróttahússins Veri og hefjast herlegheitinn kl. 14:00. Allir velkomnir á fundinn, ungir jafnt sem aldnir.
25.02.2014

Hugmyndaflug um þorpið við heimskautsbaug

Laugardaginn 1. mars boða Raufarhafnarhópurinn og Þekkingarnet Þingeyinga til stefnumóts á Raufarhöfn. Dagskrá hefst kl. 11 á Hótel Norðurljósum og reiknað er með að hún standi fram á miðjan dag. Þar verður meðal annars farið yfir þá vinnu sem er í gagni í kringum "þorpið við heimskautsbaug"
25.02.2014

Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja

Eins og auglýst var í febrúarnámsvísi Þekkingarnetsins þá verður Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja á Raufarhöfn á vor- og haustönn 2014. Markmiðið er að styðja við handverk og hönnun á svæðinu, einnig að ýta undir framleiðslu minjagripa. Það er ekkert skilyrði að vera starfandi listamaður eða í framleiðslu minjagripa, allir geta tekið þátt. Námsleiðin er 120 kennslustundir og kostar 28 þús. (flest stéttarfélög niðurgreiða námsskeiðsgjöld).
25.02.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar haldinn þann 19. febrúar 2014
21.02.2014

Félaginn auglýsir

Konudagskaffi í Félagsheimilinu Hnitbjörgu
19.02.2014

KEA afsláttur á árskortum í sund

Sundlaugin á Þórshöfn býður félagsmönnum KEA að kaupa árskort í laugina með 25% afslætti eða á kr 24.000 í stað 32.000.
18.02.2014

Ertu með sykursýki?

Nú gefst þér tækifæri til að láta athuga það laugardaginn 1.mars á eftirtöldum stöðum: Þórshöfn. Í Dvalarheimilinu Nausti kl. 10:00 – 12:00 Raufarhöfn. Í Dvalarheimilinu Vík kl. 13:00 – 14:30 Kópaskeri. Í Dvalarheimilinu Mörk kl. 16:00 – 17:30
17.02.2014

Fundur í sveitastjórn

98. fundur Sveitarstjórnar Langanesbyggðar 2014 verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar. 2014, kl. 17:00 á skrifstofu Langanesbyggðar Fjarðarvegi 3.