Fimmtudaginn 26. desember, annan í jólum, kl. 15:00 til 16:30 verður Foreldrafélag Grunnskólans með jólaball fyrir alla aldurshópa í Þórsveri. Jólasveinarnir mæta og léttar veitingar verða í boði.
Að venju mun jólasveinar bera út jólakort og pakka á aðfangadag og hafa þeir beðið okkur í Bjsveitinni Hafliða um aðstoð við það. Móttaka jólakorta er í Hafliðabúð milli kl. 16.00 og 18.00 á Þorláksmessu. Á Þorláksmessukvöld verður jólatrésskemmtun í miðbænum og byrjar hún kl. 19.30.
Í dag kl. 17:00 verður kynning á Norðurslóðarnetinu í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn. Kynningin er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á málefnum Norðurslóða enda er hér um mjög forvitnilegt mál að ræða og e.t.v. nátengt því sem hugsanlega gæti gerst í Finnafirði.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti 5. desember 2013
tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.