Fara í efni

Yfirlit frétta

08.10.2013

Áhrif frystingar á gæði makríls

Síðastliðið sumar voru gerðar áhugaverðar mælingar á makríl á mismunandi stigum frystingar, en það var Jónína Sigríður á Svalbarði sem framkvæmdi rannsóknina í samstarfi við Ísfélag Vestmannaeyja, Matís og Þekkingarnet Þingeyinga. Skýrslan er nú komin út og hana má finna á vef Þekkingarnetsins hac.is. Mælingar þessar voru gagnlegar fyrir Ísfélagið að sögn Siggeirs Stefánssonar framleiðslustjóra á Þórshöfn. Í inngangi skýrslunnar segir m.a. "Hér verður fjallað um frystingu makríls (Scomber scombrus) annarsvegar með hefðbundnum plötufrysti og hinsvegar með svokölluðum gírófrysti eða lausfrysti með tilliti til hitaferla. Einnig voru áhrif frystingarinnar á gæði vörunnar athuguð með stöðluðu gæðamati á ferskum sýnum af makríl beint eftir löndun og svo gæðamati á afþýddum sýnum er farið höfðu í gegnum frystitækin. Alls voru fimm eiginleikar kannaðir. Þeir voru roðskemmdir, ferskleiki, los, blóðflekkir og lífhimnulitur. Tilgangurinn var að kanna nánar þennan hluta framleiðslunnar með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þar með gæði vörunnar um leið. Lögð var áhersla á að fá samanburð á þessum tveimur tegundum frystitækja." Skýrsluna má finna hér. / GBJ
08.10.2013

Fundur í sveitarstjórn

89. Sveitarstjórnarfundur Langanesbyggðar, verður haldinn föstudaginn 11. október 2013, kl. 16:00 í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn.
08.10.2013

Fundargerð íþrótta- og tómstundarnefndar

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Langanesbyggðar 1. október 2013.
07.10.2013

Fréttaumfjöllun frá Þórshöfn í morgunblaðinu í dag

Í dag 7. október er fréttaumfjöllun frá Þórshöfn og margar skemmtilegar greinar í blaðinu í dag.
07.10.2013

Góð heimsókn frá Barnabóli

Eldri deild leikskólans kom og færði Ólafi sveitarstjóra bréf um daginn. Í bréfinu skoruðu þau á sveitarstjón að hafnirnar í Langanesbyggð myndu fara í ferli til vinna að því að fá bláfánann.
07.10.2013

Ráðstefnan Arctic Energy Summit

Akureyri verður vettvangur stórviðburðar dagana 08.-10. október n. k. er ráðstefnan Arctic Energy Summit verður þar haldin í menningarhúsinu Hofi. Skipuleggjendur eru Institute of the North í Alaska og Arctic Portal á Akureyri. Er Arctic Energy Summit þverfagleg ráðstefna á sviði orkumála og rannsókna á Norðurslóðum.
04.10.2013

Sunnudagaskólinn byrjar !

Sunnudagaskóli verður næstkomandi sunnudag
03.10.2013

Íbúafundur í Langanesbyggð

Boðað er til íbúafundar í Þórsveri á Þórshöfn 10. október kl 17:00-18:30.
01.10.2013

Fundur í umhverfis- og skipulagsnefnd

Fundur í umhverfis- og skipulagsnefnd Langanesbyggðar 30. september 2013
01.10.2013

Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Langanesbyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða upp á skipulagða viðtalstíma við sveitarstjórnarmenn.