Á laugardaginn var haldið upp á afmæli Grunnskólans á Þórshöfn með miklum glæsibrag. Nemendur skólans og starfsfólk eiga hrós skilið fyrir flotta dagskrá og höfðinglegar móttökur.
Smalabitinn 2013 verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn laugardaginn 26. október
Húsið opnar kl.19:30. Borðhald hefst með kvöldverði kl.20:00
Söngur grín og gleði.
Hljómsveitin Legó leikur fyrir dansi fram á nótt!
Íslenska Gámafélagið verður með tiburkurlara á Þórshöfn í næstu viku og er þeim tilmælum beint til þeirra sem eru með timbur sem þarf að henda að koma því sem fyrst á endurvinnslustöð sem fyrst.
Þýska fyrirtækið Bremenports hefur að lokinni frumathugun ákveðið að setja aukið fé í rannsóknir á fýsileika þess að gera umskipunarhöfn í Finnafirði. Eru uppi hugmyndir um að viðlegukanturinn yrði 1.500 metrar í 1. áfanga og 5.000 metrar þegar höfnin yrði fullbyggð.
Undanfarna daga hefur Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við kennaradeild Háskóla Íslands, fundað með nemendum skólanna hér í byggðinni í tengslum við undirbúning að mótun skólastefnu. Fundað var með nánast öllum nemendum grunnskólanna og þeir spurðir um hvað þeim líkaði vel við skólana sína og hvað mætti helst betur fara.