Fara í efni

Yfirlit frétta

10.09.2013

Laus pláss á Sjónarhóli - Dagvistun barna

Á Sjónarhóli eru tvo laus pláss frá og með 1 okt 2013.
10.09.2013

Haustbyrjun í Menntasetrinu

Nú þegar haustið hefur heilsað uppá okkur þá eru nemendur mættir til sinna starfa í Menntasetrinu. Í vetur verða 4 nemendur við framhaldsskóladeildina en þetta er í fyrsta skiptið sem enginn nemandi heldur áfram frá fyrra ári. Þetta eru því allt 1. árs nemar. Eftir að hafa tekið fyrstu vikuna á Laugum sitja þau við nám sitt í Menntasetrinu og fara svo nokkrar lotur á vetri í Laugar. Þau mættu ákveðin til leiks og eiga örugglega eftir að standa sig vel í vetur. Hjá Þekkingarnetinu hófst námskeiðsveturinn á Jóganámskeiði um helgina. Í vetur verður fullt af spennandi námskeiðum í boði og um að gera að fylgjast með inná nýrri heimasíðu hac.is sem opnar von bráðar, einnig eru sendir námsvísar í hús mánaðarlega. Í vetur eru tveir háskólanemar í fullu námi að nýta sér námsverið í Menntasetrinu og er það ánægjulegt að fólk sjái sér fært að nýta aðstöðuna.
06.09.2013

Lokað í Veri 07/09

Þórshafnarbúar og nærsveitungar athugið.
05.09.2013

Stórskipahöfn í Finnafirði

Skipaumferð um Norður-Íshaf hefur fimmtíu faldast síðustu þrjú árin. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að stofna félag hér á landi sem mun rannsaka um eitt þúsund hektara lands við Finnafjörð og heilmikið hafsvæði til að meta kosti og galla þess að byggja alþjóðlega stórskipahöfn í Finnafirði. Rætt við Dr. Heiner Heseler, aðstoðarráðherra atvinnumála í Bremen.
04.09.2013

Sundlaugin er lokuð í dag og á morgun

Sundlaugin er lokuð í dag, miðvikudaginn 4. september og fimmtudaginn 5. september vegna viðhalds á sturtuklefum.
04.09.2013

Vetraráætlun Strætó á landsbyggðinni

Þann 15. september tekur vetraráætlun Strætó á landsbyggðinni gildi og mun áætlunin gilda til 17. maí 2014.
04.09.2013

Raforkunotendur Norður Þingeyjasýslu

Rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 6. sept. frá miðnætti til kl. 06 vegna vinnu við stofnkerfi. Varavélar verða keyrðar á Bakkafirði og Raufarhöfn.
31.08.2013

Fundargerð fræðslunefndar

Fundargerð fræðslunefndar Langanesbyggðar 23. ágúst 2013.
31.08.2013

Bremenports rannsakar aðstæður í Finnafirði

Þýska fyrirtækið Bremenports mun stofna fyrirtæki á Íslandi á næstunni og mun það félag standa straum að nauðsynlegum rannsóknum og athugunum í Finnafirði og mögulegri hafnargerð.
30.08.2013

Stefnumót við íbúa

Forsvarsmenn Samkaupa Strax á Þórshöfn boða "Stefnumót við íbúa" í Þórsveri 2. september kl. 17.30