Fara í efni

Yfirlit frétta

08.08.2013

Dagheimili tekur til starfa á Þórshöfn

Í mörg ár hefur það lúxusvandamál háð sveitarfélaginu að fjöldi ungra barna á hvern íbúa er í meira lagi. Fullt hefur verið í leikskólann og margir lent í vandræðum með dagvistun. Nýverið gerði Langanesbyggð reglugerð um niðurgreiðslur til dagforeldra og reynt að liðka til fyrir starfssemi af þessu tagi. Nú hafa tvær kjarnakonur ráðið bót á þessu og opnað dagheimilið Sjónarhól. Þetta eru þær Oddný Kristjánsdóttir og Margrét Eyrún Níelsdóttir, en sú síðarnefnda á sjálf tvíbura á dagheimilinu sem ekki komust strax að á leikskólanum. Þær stöllur eru nú með börn í aðlögun og tekur dagheimilið formlega til starfa á mánudaginn. Í dag var strax komið fjör í þetta, enda sex börn á staðnum. Enn er laust pláss fyrir þá sem vilja nýta sér þessa frábæru þjónustu. /GBJ
07.08.2013

Austfjarðartröllið 2013

Aflraunakeppnin Austfjarðartröllið 2013 verður haldið á Austurlandi dagana 15.-17. ágúst n.k.
07.08.2013

Ný róðravél, handlóð og lóðaplötur

Nú er afrakstur áheitahlaupsins sem var í vor er kominn í hús, ný róðrarvél, handlóð og lóðaplötur.
06.08.2013

Ytra-Lón hlýtur viðurkenningu Atvinnu-, ferða- og menningarmála nefndar

Á dögunum veitti Atvinnu-, ferða- og menningarmálanefnd Langanesbyggðar viðurkenningu fyrir árið 2013. Það var farfuglaheimilið að Ytra-Lóni sem fékk viðurkenningu nefndarinnar fyrir vel heppnaða uppbyggingu í ferðaþjónustu sem og framlag til menningarmála.
02.08.2013

Aðalskipulag Langanesbyggðar hefur verið staðfest

Þann 18 júlí sl staðfesti umhverfis- og auðlindaráðherra aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027 og hefur það nú verið auglýst í B-stjórnartíðindum.
20.07.2013

Markaðsstemming á Kátum dögum

Það var lifandi markaðsstemming við höfnina á Þórshöfn í dag. Þar mátti finna ýmsan söluvarning, smakka lifandi kúfisk og fiskisúpu, en einnig var opið í Gallerí Beitu og Styrk í gömlu sundlauginni. Dagskráin heldur áfram í kvöld með dansleik í Þórsveri og þar verður eflaust mikið stuð.
17.07.2013

KÁTIR DAGAR 2013

Dagskrá kátra daga 2013
16.07.2013

Skemmtiferðaskip til Þórshafnar

Þórshafnarbúar fengu skemmtilega og óvænta heimsókn í morgun
15.07.2013

Kajakræðari

Þórshafnarbúar og nærsveitungar takið eftir