01.07.2013
Á föstudaginn komu nokkrir hlauparar í Friðarhlaupinu 2013 til Þórshafnar og báru með sér friðarloga. Nokkrir krakkar skokkuðu með þeim síðasta spölinn niður Brekknaheiðina og síðan var haldið í skrautgarðinn þar sem friðartré var gróðursett. Yfirskrift hlaupsins í ár er Leggjum rækt við friðinn og verða því gróðusett tré í 75 sveitarfélögum á landinu sem eiga að minna okkur á frið, að hlúa að samfélaginu og finna friðinn í sjálfum okkur. Hlaupararnir töluðu á nokkrum tungumálum og sungu með börnunum. Við skulum endilega hlúa vel að tréinu og rækta friðinn í samfélaginu. /GBJ