Rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 6. sept. frá miðnætti til kl. 06 vegna vinnu við stofnkerfi. Varavélar verða keyrðar á Bakkafirði og Raufarhöfn.
Þýska fyrirtækið Bremenports mun stofna fyrirtæki á Íslandi á næstunni og mun það félag standa straum að nauðsynlegum rannsóknum og athugunum í Finnafirði og mögulegri hafnargerð.
Áætlað var að tengja Þórshöfn og Bakkafjörð við Ljósnetið á þriðja ársfjórðungi (júlí-september) en af óviðráðanlegum orsökum næst ekki að ljúka þeirri vinnu á tilsettum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu er gert ráð fyrir að tengingar á bæði Þórshöfn og Bakkafjörði verði lokið í síðast lagi fyrir lok nóvember nk.
Þýska fyrirtækið Bremenports vill á næstu mánuðum stofna félag hér á landi og leggja 45 milljónir króna í rannsóknir á því hvort skynsamlegt sé að reisa alþjóðalega stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes.