Fara í efni

Yfirlit frétta

05.07.2013

Nýr sveitarstjóri í Langanesbyggð

Sveitarstjórn Langanesbyggðar kom saman á aukafundi þann 4. júlí þar sem ákveðið var að Ólafur Steinarsson yrði ráðinn sem sveitarstjóri í frá og með 8. júlí næstkomandi.
03.07.2013

Aukafundur í sveitarstjórn

84. aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, verður haldinn fimmtudaginn 4. júlí 2013, kl. 20:00
01.07.2013

Leggjum rækt við friðinn

Á föstudaginn komu nokkrir hlauparar í Friðarhlaupinu 2013 til Þórshafnar og báru með sér friðarloga. Nokkrir krakkar skokkuðu með þeim síðasta spölinn niður Brekknaheiðina og síðan var haldið í skrautgarðinn þar sem friðartré var gróðursett. Yfirskrift hlaupsins í ár er Leggjum rækt við friðinn og verða því gróðusett tré í 75 sveitarfélögum á landinu sem eiga að minna okkur á frið, að hlúa að samfélaginu og finna friðinn í sjálfum okkur. Hlaupararnir töluðu á nokkrum tungumálum og sungu með börnunum. Við skulum endilega hlúa vel að tréinu og rækta friðinn í samfélaginu. /GBJ
01.07.2013

Straumlaust 05/07 2013

Rafmagnsnotendur athugið
28.06.2013

Friðarhaupið 2013

27.06.2013

Flokksstjóri á Þórshöfn

Flokksstjóri óskast við vinnuskólann á Þórshöfn frá og með 17. júlí til og með 2. ágúst.
27.06.2013

Samstarf Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps við Bremenports í Þýskalandi

Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. Fyrirtækið Bremenports er meðal stærstu rekstrar-og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu og er höfnin í Bremerhafen næst stærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi.