Fara í efni

Yfirlit frétta

16.04.2013

SAFT fræðslufundur á Þórshöfn í dag

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni - er vakningarátak um örugga tækninotkun (tölvur, símar o.s.frv.) barna og unglinga á Íslandi. Samtökin koma í grunnskólann í dag og fræða nemendur um örugga notkun þessarra flottu og fjölbreytilegu tækja.
16.04.2013

Lífið á Skálum á Langanesi

Þann 23. apríl n.k. mun Sif Jóhannesdóttir flytja erindi um þorpið Skála og lífið þar.
16.04.2013

Langaneshlaupinu frestað

Langaneshlaupinu ásamt þeirri dagskrá sem því fylgdi hefur verið frestað þar til snjóa leysir. Nánar auglýst síðar
16.04.2013

Opinn fundur um Landbúnaðarmál í Þórsveri í kvöld

Minnum á opinn fund um landbúnaðarmál í Langanesbyggð í Þórsveri Þórshöfn kl 20:00 í kvöld, mánudagskvöldið 15. apríl. Framsögumaður fundarins er Einar Ófeigur Björnsson sauðfjárbóndi og stjórnarmaður BÍ Bændur í Langanesbyggð eru hvattir til að mæta Allir velkomnir
09.04.2013

Heilsuvika í fullum gangi.

Heilsuvikan á Þórshöfn er í fullum gangi. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka virkan þátt í þeirri dagskrá sem boðið verður uppá í tilefni þessi.
09.04.2013

Fundur í sveitarstjórn

76. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn fimmtudaginn 11.apríl 2013, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn.
08.04.2013

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár

Við óskum eftir kennurum sem hafa brennandi áhuga og eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun. Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fær notið sín. Okkur vantar umsjónarkennara, kennara í list og verkgreinar, íþróttakennara og tungumálakennara.
08.04.2013

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl 2013 er hafin. Skrifstofa embættisins er opin virka daga á milli kl. 9:30 – 15:00. Opið verður fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu laugardaga og sunnudaga í apríl frá kl. 12:00 – 14:00. Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, er opið frá kl. 10:00 til 14:00. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 til 12:00. Auk þess verður hægt að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum:  Skrifstofu Skútustaðahrepps, mánudaginn 22. apríl kl. 10:00 - 12:00.  Skrifstofu Þingeyjarsveitar, mánudaginn 22. apríl kl. 14:00 - 16:00.  Skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri, þriðjudaginn 23. apríl kl. 9:30 - 10:30.  Skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn, þriðjudaginn 23. apríl kl. 12:00 - 13:00.  Lögreglustöðinni á Þórshöfn, þriðjudaginn 23. apríl kl. 15:00 - 16:00, en einnig samkvæmt ákvörðun lögreglumanns á vakt. Umsóknir um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skulu hafa borist eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag. Kjósendum er bent á nánari upplýsingar á vefslóðinni: http://www.kosning.is/ 27. mars 2013 Sýslumaðurinn á Húsavík
08.04.2013

Fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra

Opinn fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra verður í kaffistofu Þórsvers á Þórshöfn mánudaginn 8. Apríl og hefst kl. 17.00. Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Gunnarsdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir mæta á fundinn. Fólk er hvatt til að koma og eiga samræður við frambjóðendur. Allir velkomnir Sjálfstæðisflokkurinn X-D
08.04.2013

Heilsuvika á Þórshöfn

Vikuna 6.-13. apríl verður heilsuvika á Þórshöfn. Þá verður boðið upp á ýmsar heilsutengdar uppákomur og það verður mikið um að vera. Íbúar í Langanesbyggð eru hvattir til að kynna sér dagskránna og taka virkan þátt. Nánari upplýsingar um heilsuvikuna og dagskrá má nálgast hér. Förum virk út í vorið