20.07.2013
Markaðsstemming á Kátum dögum
Það var lifandi markaðsstemming við höfnina á Þórshöfn í dag. Þar mátti finna ýmsan söluvarning, smakka lifandi kúfisk og fiskisúpu, en einnig var opið í Gallerí Beitu og Styrk í gömlu sundlauginni. Dagskráin heldur áfram í kvöld með dansleik í Þórsveri og þar verður eflaust mikið stuð.