Fara í efni

Yfirlit frétta

15.08.2013

Flotfingur á flotbryggjuna á Þórshöfn

Í sumar voru settir flotfingur við flotbryggjuna á Þórshöfn.
14.08.2013

Holræsahreinsun í Langanesbyggð

Hreinsum holræsa í Langanesbyggð mun fara fram í dag 14. ágúst og á morgun 15. ágúst. Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eru hvattir til að hafa samband við Jarek í síma 863-5198 sem fyrst. Athugið að einstaklingar greiða sjálfir kostnað vegna hreinsun á lögnum heim að húsum.
13.08.2013

Hús vikunnar - Steinþórshús?

Nú hefur Menntasetrið safnað saman þónokkru myndasafni af gömlum húsum í þorpinu en betur má ef duga skal. Því óskum við eftir upplýsingum um stök hús, hvort sem er ljósmyndir af húsinu, sögur eða heimildir. Oft eru þetta myndir af einhverju öðru þar sem húsin sjást í bakgrunni. Í Menntasetrinu er hægt að skanna inn myndir og það er vel passað uppá að skila þeim til eiganda. Þessa vikuna óskum við eftir upplýsingum um þetta hús sem er merkt í okkar myndasafni sem Steinþórsshús en enga betri mynd höfum við fengið af því. Senda má upplýsingar á greta@hac.is, hringja í 464-5142 eða einfaldlega kíkja við.
12.08.2013

Endurbætur á Grunnskólanum á Bakkafirði

Í sumar hafa verið gerðar heilmiklar endurbætur á Grunnskólanum á Bakkafirði.
12.08.2013

Sumarnemar í Menntasetrinu

Í nokkur ár hefur Þekkingarnet Þingeyinga ráðið til sín sumarnema ef styrkir hafa fengist í verkefni. Í ár fengust tveir styrkir frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna til að vinna að verkefnum í Langanesbyggð. Þær Aldís Gunnarsdóttir og Bryndís Þórðardóttir hafa setið við vinnu í Menntasetrinu í sumar, á meðan aðrir starfsmenn sóluðu sig í sumarblíðunni. Aldís vinnur að verkefni sem snýr að sjávarútvegssögu Þórshafnar í máli og myndum. Hún hefur tekið nokkur viðtöl í sumar og vinnur úr þeim skemmtilegt efni til að krydda uppá verkefnið "Söguslóð um Þórshöfn" þar sem ljósmyndum hefur verið safnað saman úr þorpinu. Bryndís vinnur að verkefni sem heitir Litlir landkönnuðir - ævintýrakort barnanna fyrir Bakkafjörð, Langanes og Þistilfjörð. Þar hefur hún safnað saman ýmsu fræðsluefni, upplýsingum og ljósmyndum af svæðinu, sem áætlað er að setja saman í skemmtilegt ævintýrakort fyrir börn og fullorðna.
08.08.2013

Dagheimili tekur til starfa á Þórshöfn

Í mörg ár hefur það lúxusvandamál háð sveitarfélaginu að fjöldi ungra barna á hvern íbúa er í meira lagi. Fullt hefur verið í leikskólann og margir lent í vandræðum með dagvistun. Nýverið gerði Langanesbyggð reglugerð um niðurgreiðslur til dagforeldra og reynt að liðka til fyrir starfssemi af þessu tagi. Nú hafa tvær kjarnakonur ráðið bót á þessu og opnað dagheimilið Sjónarhól. Þetta eru þær Oddný Kristjánsdóttir og Margrét Eyrún Níelsdóttir, en sú síðarnefnda á sjálf tvíbura á dagheimilinu sem ekki komust strax að á leikskólanum. Þær stöllur eru nú með börn í aðlögun og tekur dagheimilið formlega til starfa á mánudaginn. Í dag var strax komið fjör í þetta, enda sex börn á staðnum. Enn er laust pláss fyrir þá sem vilja nýta sér þessa frábæru þjónustu. /GBJ
07.08.2013

Austfjarðartröllið 2013

Aflraunakeppnin Austfjarðartröllið 2013 verður haldið á Austurlandi dagana 15.-17. ágúst n.k.
07.08.2013

Ný róðravél, handlóð og lóðaplötur

Nú er afrakstur áheitahlaupsins sem var í vor er kominn í hús, ný róðrarvél, handlóð og lóðaplötur.
06.08.2013

Ytra-Lón hlýtur viðurkenningu Atvinnu-, ferða- og menningarmála nefndar

Á dögunum veitti Atvinnu-, ferða- og menningarmálanefnd Langanesbyggðar viðurkenningu fyrir árið 2013. Það var farfuglaheimilið að Ytra-Lóni sem fékk viðurkenningu nefndarinnar fyrir vel heppnaða uppbyggingu í ferðaþjónustu sem og framlag til menningarmála.
02.08.2013

Aðalskipulag Langanesbyggðar hefur verið staðfest

Þann 18 júlí sl staðfesti umhverfis- og auðlindaráðherra aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027 og hefur það nú verið auglýst í B-stjórnartíðindum.