Fara í efni

Yfirlit frétta

09.06.2013

Aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn mánudaginn 10. júní kl 16:00 í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn.
08.06.2013

Góð gjöf til Björgunarsveitarinnar Hafliða

Brynhildur Halldórsdóttir á Syðra-Lóni vann fyrsta vinning í sjómannadagshappdrætti björgunarsveitarinnar en það var GPS leiðsögutæki. Hún brást skjótt við og gaf björgunarsveitinni tækið og sagði það svo sannarlega koma að meira gagni þar heldur en hjá sér. Hún sagði að sín fjölskylda hefði þurft að leita til Björgunarsveitanna og hafa góða reynslu af því. Karl Ásberg Steinsson nýr formaður björgunarsveitarinnar veitti tækinu viðtöku og færði Brynhildi kærar þakkir fyrir.
05.06.2013

Kirkjur Íslands

Í tilefni þess að út eru komin tvö ný bindi – hið tuttugasta og fyrsta og tuttugasta og annað – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Safnahúsinu á Húsavík sunnudaginn 9. júní kl. 11.00.
04.06.2013

Skólaslit Grunnskólans í blíðskaparveðri

Það er alltaf hátíðlegt að horfa á börnin taka við viðurkenningum fyrir skólaárið og halda glöð út í sumarið. Skólaslit Grunnskólans á Þórshöfn fóru fram í kirkjunni í gær. Ingveldur skólastjóri þakkaði nemendum, samstarfsfólki og foreldrum fyrir samstarfi í vetur og sagði það hafa verið afar skemmtilegt að kynnast öllu þessu nýja fólki, þá ekki síst börnunum. Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni og handavinnusýningunni sem var glæsileg að vanda.
04.06.2013

Jarðskjálftaráðstefna á Húsavík

Dagana 6. - 8. júní verður alþjóðleg jarðskjálftaráðstefna haldin á Húsavík. Þar verður meðal annars opið hús fyrir almenning hjá Þekkingarsetrinu kl. 18.20 á fimmtudaginn. Þar verða fjöldi sérfræðinga sem vita allt um jarðskjálftavirkni á Norðurlandi. Einnig verða þar fulltrúar frá almannavörnum og lögreglu.
04.06.2013

Josef er kominn til Íslands - búinn að koma í 29 ár

Það er orðinn fastur liður á vorin að sjá hann Josef okkar á ferðinni en hann hefur dvalið sumarlangt á svæðinu síðastliðin 10 ár og þetta er tuttugasta og níunda árið hans á Íslandi. Hann fékk þennan forláta bíl hjá Skúla á Álandi fyrir nokkrum árum þegar hann var hættur að treysta sér til að ferðast á gula hjólinu sínu og sofa í tjaldi. Núna sefur hann í bílum og þar er hver sentimetri vel nýttur, meira að segja bókahilla. Það er alltaf gaman að spjalla við hann, hann er svo þakklátur og segir alltaf að Ísland sé svo fallegt að hann geti ekki án þess verið. Við segjum vertu velkominn Josef :)
04.06.2013

Bjargsig og eggjatínsla í fréttum

Nú er eggjavertíðin að verða búin og vonandi allir búnir að fá egg að smakka. Í fréttum Rúv í gær var viðtal við nokkra snillinga sem stunda Læknesstaðabjörgin. Það má sjá hér http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/03062013/siga-eftir-eggjum-i-skoruvikurbjargi Einnig var umfjöllun um eggjatínslu í síðasta Bændablaði http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6866
03.06.2013

Flugfreyjan á sjónum

Í Landanum í gær var skemmtilegt viðtal við Evu Maríu Hilmarsdóttur sem sleit barnsskónum á Þórshöfn og á einnig ættir sínar að rekja til Raufarhafnar. Hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og fara á sjó með afa sínum á Raufarhöfn. Sjá má viðtalið hér http://www.ruv.is/sarpurinn/landinn/02062013/i-rodri-fra-raufarhofn-0
03.06.2013

Íbúafundur um framtíð áætlunarflugs Miðvikudagskvöld 5. júní kl. 20:30

Íbúafundur um framtíð áætlunarflugs Miðvikudagskvöld 5. júní kl. 20:30 í félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn
01.06.2013

Fjör á sjómannadags skemmtun á höfninni

Það er alltaf gaman þegar veðrið leikur við okkur um sjómannadagshelgina en sjórinn örugglega jafn kaldur fyrir þá sem létu sig hafa það að fá sér smá sundsprett. Hér eru nokkrar myndir frá höfninni en það var Björgunarsveitin Hafliði sem stóð fyrir skemmtuninni en það var meðal annars keppt í reipitogi og sagan segir að stelpurnar hafi unnið það skuldlaust...