Fara í efni

Yfirlit frétta

09.04.2013

Heilsuvika í fullum gangi.

Heilsuvikan á Þórshöfn er í fullum gangi. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka virkan þátt í þeirri dagskrá sem boðið verður uppá í tilefni þessi.
09.04.2013

Fundur í sveitarstjórn

76. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn fimmtudaginn 11.apríl 2013, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn.
08.04.2013

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár

Við óskum eftir kennurum sem hafa brennandi áhuga og eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun. Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fær notið sín. Okkur vantar umsjónarkennara, kennara í list og verkgreinar, íþróttakennara og tungumálakennara.
08.04.2013

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl 2013 er hafin. Skrifstofa embættisins er opin virka daga á milli kl. 9:30 – 15:00. Opið verður fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu laugardaga og sunnudaga í apríl frá kl. 12:00 – 14:00. Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, er opið frá kl. 10:00 til 14:00. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 til 12:00. Auk þess verður hægt að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum:  Skrifstofu Skútustaðahrepps, mánudaginn 22. apríl kl. 10:00 - 12:00.  Skrifstofu Þingeyjarsveitar, mánudaginn 22. apríl kl. 14:00 - 16:00.  Skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri, þriðjudaginn 23. apríl kl. 9:30 - 10:30.  Skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn, þriðjudaginn 23. apríl kl. 12:00 - 13:00.  Lögreglustöðinni á Þórshöfn, þriðjudaginn 23. apríl kl. 15:00 - 16:00, en einnig samkvæmt ákvörðun lögreglumanns á vakt. Umsóknir um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skulu hafa borist eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag. Kjósendum er bent á nánari upplýsingar á vefslóðinni: http://www.kosning.is/ 27. mars 2013 Sýslumaðurinn á Húsavík
08.04.2013

Fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra

Opinn fundur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra verður í kaffistofu Þórsvers á Þórshöfn mánudaginn 8. Apríl og hefst kl. 17.00. Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Gunnarsdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir mæta á fundinn. Fólk er hvatt til að koma og eiga samræður við frambjóðendur. Allir velkomnir Sjálfstæðisflokkurinn X-D
08.04.2013

Heilsuvika á Þórshöfn

Vikuna 6.-13. apríl verður heilsuvika á Þórshöfn. Þá verður boðið upp á ýmsar heilsutengdar uppákomur og það verður mikið um að vera. Íbúar í Langanesbyggð eru hvattir til að kynna sér dagskránna og taka virkan þátt. Nánari upplýsingar um heilsuvikuna og dagskrá má nálgast hér. Förum virk út í vorið
08.04.2013

Heilsuvika á Nausti

Í heilsuvikunni verða eftirfarandi uppákomur á Nausti 9. apríl þriðjudagur Hlaðborð í hádeginu kl: 12 - 13 10. apríl miðvikudagur HEILSUBINGÓ kl:20 11. apríl fimmtudagur Fyrirlestur um fjölskylduheilsu kl: 14 - 15 ALLIR VELKOMNIR
01.04.2013

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl 2013 er hafin. Skrifstofa embættisins er opin virka daga á milli kl. 9:30–15:00.
Fundur
05.03.2013

Fundur í sveitarstjórn

74. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn fimmtudaginn 7. mars 2013, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri  Þórshöfn.     DAGSKRÁ:1.Fundargerð sveitarstjórnar nr.732.
Fundur
01.03.2013

Súpa í tónaflóði

Laugardaginn 2. Mars 2013 efna tónlistarskóla nemendur til veislu í íþróttahúsinu.Seld verður súpa í tónaflóði frá klukkan 11:00-14:00. Allur ágóði fer í hljóðfærakaup.Foreldrar athugið óskilafatnaður