Fara í efni

Yfirlit frétta

11.10.2013

Afmæli Grunnskólans á Þórshöfn

Þann 19. október n.k. verður Grunnskólinn á Þórshöfn 80 ára. Í tilefni þess verður haldin afmælishátíð sem hefst í Þórsveri kl 14:00.
10.10.2013

"Það búa litlir dvergar"

Í dag verða tónleikar í kirkjunni kl. 12.30. Tónleikarnir nefnast "Það búa litlir dvergar" og snúast um að benda nemendum á tengsl íslenskra texta og laga við umheimiinn - hvaðan þau eru komin!
10.10.2013

Bekkjarmyndir óskast

Nú stendur yfir söfnun ljósmynda frá öllum 80 árum grunnskólans. Átt gamla bekkjarmynd - eða myndir sem eiga erindi í sýninguna. Endilega hafðu samband við Gréta Bergrúnu í greta@hac.is eða 847-4056
10.10.2013

Vegna dýpkunar í Bakkafjarðarhöfn

Vegna fyrihugaðrar dýpkunar í Bakkafjarðarhöfn verður að loka höfninni í 3-4 daga á meðan framkvæmdum stendur. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á tímabilinu 21. – 31. október n.k.
09.10.2013

Fréttaumfjöllun frá Bakkafirði í morgunblaðinu í dag

Í dag 9. október er fréttaumfjöllun frá Bakkafirði og margar skemmtilegar greinar í blaðinu í dag.
09.10.2013

Skráning í fullum gangi

Nú stendur yfir skráning á íbúaþing vegna mótun skólastefnu í Langanesbyggð.
08.10.2013

Afmæli Barnabóls

Leikskólinn Barnaból í Langanesbyggð er 30 ára í dag, 8. október.
08.10.2013

Áhrif frystingar á gæði makríls

Síðastliðið sumar voru gerðar áhugaverðar mælingar á makríl á mismunandi stigum frystingar, en það var Jónína Sigríður á Svalbarði sem framkvæmdi rannsóknina í samstarfi við Ísfélag Vestmannaeyja, Matís og Þekkingarnet Þingeyinga. Skýrslan er nú komin út og hana má finna á vef Þekkingarnetsins hac.is. Mælingar þessar voru gagnlegar fyrir Ísfélagið að sögn Siggeirs Stefánssonar framleiðslustjóra á Þórshöfn. Í inngangi skýrslunnar segir m.a. "Hér verður fjallað um frystingu makríls (Scomber scombrus) annarsvegar með hefðbundnum plötufrysti og hinsvegar með svokölluðum gírófrysti eða lausfrysti með tilliti til hitaferla. Einnig voru áhrif frystingarinnar á gæði vörunnar athuguð með stöðluðu gæðamati á ferskum sýnum af makríl beint eftir löndun og svo gæðamati á afþýddum sýnum er farið höfðu í gegnum frystitækin. Alls voru fimm eiginleikar kannaðir. Þeir voru roðskemmdir, ferskleiki, los, blóðflekkir og lífhimnulitur. Tilgangurinn var að kanna nánar þennan hluta framleiðslunnar með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þar með gæði vörunnar um leið. Lögð var áhersla á að fá samanburð á þessum tveimur tegundum frystitækja." Skýrsluna má finna hér. / GBJ
08.10.2013

Fundur í sveitarstjórn

89. Sveitarstjórnarfundur Langanesbyggðar, verður haldinn föstudaginn 11. október 2013, kl. 16:00 í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn.
08.10.2013

Fundargerð íþrótta- og tómstundarnefndar

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Langanesbyggðar 1. október 2013.