Fara í efni

Yfirlit frétta

01.10.2013

Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Langanesbyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða upp á skipulagða viðtalstíma við sveitarstjórnarmenn.
30.09.2013

Ljósmyndir frá Grunnskólanum á Þórshöfn

Nú í október verður Grunnskólinn á Þórshöfn 80 ára og verður mikil hátíð af því tilefni. Á unglingastigi skólans er starfandi afmælisnefnd fyrir hönd skólans og leita þau nú að ljósmyndum frá skólastarfinu og af skólanum sjálfum. Allar myndir verða skannaðar og komið til eiganda, eða þá að krakkarnir geta komið í heimsókn og skannað þær á staðnum. Endilega hafið samband ef þið eigið myndir, Gréta Bergrún er þeim innan handar við ljósmyndasöfnun, netfangið hennar er greta@hac.is/ gsm. 847-4056, annars má hafa samband við Emilíu í síma 844-0992 eða Halldóru Sigríði kennara við skólann í síma 4681454.
30.09.2013

Útsýnispallurinn á Skoruvíkurbjargi á Langanesi

Framkvæmdir eru hafnar við útsýnispallinn á Skoruvíkurbjargi á Langanesi
30.09.2013

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar 26. september 2013
27.09.2013

Vinamessa

Næstkomandi sunnudag 29. september kl. 11 er vinamessa í Þórshafnarkirkju. Þá hefst sunnudagaskólinn og TTT starfið.
24.09.2013

30 ára afmæli Barnabóls

Í tilefni 30 ára afmælis Barnabóls verður afmælisveisla haldin í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 8. október kl 17.
24.09.2013

Myndlist og hljóðverk á Kaffi Smala

Listakonurnar Grace og Fiona Kelley, sem hafa dvalið í listamannaíbúð á Ytra Lóni á Langanesi í september ætla að halda litla sýningu á verkum sínum á Kaffi Smala á Ytra Lóni laugardaginn 28. september frá 15:00 – 17:00.
24.09.2013

Sumarslútt UMFL

Sumarslútt UMFL verður föstudaginn 27.september (ath breyttur tími) og hefst það upp í íþróttahúsi kl. 16:30.
24.09.2013

Bingó

Bingó verður haldið laugardaginn 28. september 2013 í félagsheimilinu Þórsveri kl. 14:00.
24.09.2013

Fundur í sveitarstjórn

88. sveitarstjórnarfundur Langanesbyggðar, verður haldinn fimmtudaginn 26. september 2013, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn.