Á fundi sínum 8. nóvember sl. samþykkti verkefnisstjórn Vaxtarsamnings Norðausturlands að veita átta verkefnum vilyrði um þátttöku. Alls bárust ellefu umsóknir að þessu sinni þar sem sótt var um tæpar 18,8 mkr. en áætlaður heildarverkefniskostnaður um 40,9 mkr.
Heildarupphæð veittra styrkvilyrða er 9,1 mkr og er heildarverkefniskostnaður þeirra verkefna sem vilyrði hlutu áætlaður um 29,3 mkr.
Einleikurinn, Elska, er unnin upp úr ástarsögum Þingeyinga. Í verkinu eru sannar ástarsögur okkar tíma dregnar fram í dagsljósið. Einleikurinn verður sýndur í Þórsveri á Þórshöfn föstudaginn 13. desember n.k.