Á þessu hausti verður unnið að mótun skólastefnu fyrir Langanesbyggð. Lögð er áhersla á að allir íbúar eigi þess kost að taka þátt í þessu starfi ásamt fræðslunefnd, stjórnendum og starfsfólki skólanna, nemendum, foreldrum, skólaráðum og foreldraráðum.
Grein Ingvars Sigurgeirssonar, Maríu Guðmundsdóttur og Bylgju Daggar Sigurbjörnsdóttur sem segir frá skólastarfi á Bakkafirði, örsmáu sjávarþorpi á Norðausturlandi birtist í Netlu - veftímariti um uppeldi og menntun fyrir stuttu
Fundur með landeigendum í Finnafirði var haldin í gær, 17. september í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn. Á fundinum kynntu forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps áform sín um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum.
Björgunarsveitin Hafliði heldur kynningu á vetrarstarfinu framundan miðvikudagskvöldið 18. september n.k. Hvetjum eindregið alla sem hafa áhuga á að starfa með sveitinni og virka félaga til að koma og eiga skemmtilega kvöldstund með okkur.